Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 91
NORÐURLJÓSIÐ
91
„Varpið allri áhyggju yðar upp á hann, pví að hann ber
umhyggju fyrir yður.“ (1. Pét. 5. 7.). Öllum áhyggjum, ekki
aðeins nokkrum þeirra.
Ég var að klífa Asamayama, sígjósandi eldfjallið í Japan.
Japanskur, kristinn maður og leiðsögumaður fylgdu mér og
vini mínum. Bera átti farangurinn, að sjálfsögðu, japanski
leiðsögumaðurinn. Til þess var hann ráðinn. Eigi að síður,
samúðin varð mér yfirsterkari. Ég reyndi að hjálpa leið-
sögumanninum, lét hann bera sumt, ekki allt. Er við héldum
áfram upp bratt fjallið, var leiðsögumaðurinn oft að líta í
kringum sig. Vonbrigðasvipur var á andliti hans. Með hjálp
okkar kristna bróður var það, að við gátum skilið ástæðuna.
Leiðsögumaðurinn var ráðinn til að bera allt, sagði hann. Til
þess er hann hér. Mér fannst ég vera að hjálpa leiðsögu-
manninum með því að láta hann ekki bera allt.
Smám saman lét ég undan, uns allt var komið á bakið
hans. Leiðsögumaðurinn sneri sér við, ánægðari en orð fá
lýst, með ljómandi austurlenskum brosum. Ánægður var
hann. Ég var frjáls. Takmarki okkar náðum við því fyrr.
Gat Drottinn boðið mönnunum meira en vingjarnleik sinn
og mátt til að bera allar byrðar? Ekki er hönd Drottins orðin
svo stutt, að hún geti ekki frelsað, né herðar hans svo magn-
litlar, að hann geti ekkert borið á þeim.
Athugaðu, hann lætur jörðina svífa í tómum geimnum,
innilykur duft jarðar í mælikeri. Hann situr hátt yfir jarðar-
kringlunni (ásjónu jarðar). íbúum hennar líkir hann við
engisprettur. I augum hans eru eylöndin smá. Samt sér hann
spörvana. Spörvana? Tveir seldir fyrir smápening? Verðlaus
smádýr. Ekki fellur þó einn þeirra til jarðar án vitundar
Pöðurins.
Dag nokkurn stóð ég við dyr, sem vissu að veggsvölum, til
að fá mér ferskt loft, sá ég þá spörfugl. Sat hann á vírstreng,
sem var hjá veggnum á kristniboðshúsinu. Hitinn var
brennandi. Puglinn var í vatnsleit, sjáanlegt var það. En
jörðin var skrælnuð, og himinninn lokaður. Regnmerki sáust
engin. Hvað mundi þessi vesalingur gjöra? spurði ég sjálfa
mig. Hann rykkti til höfðinu og horfði upp. Hann rykkti því
til aftur og leit niður, en þar var ekkert að vonast eftir. Mér