Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 123
NORÐURIJÓSIÐ
123
innan skamms að hefjast uppi í kirkjunni. Ekki urðu þeir
síður hissa á því, að maðurinn, sem sýndi þeim þetta, var
Spurgeon sjálfur.
Vér heyrum mikið um ræður Spurgeons, en lítið um
bænalíf hans. Vissulega var hann maður bænar og trúði á
bæn. Hér kemur það, sem hann sagði um söfnuði:
Ef söfnuður ætti að verða það, sem hann á að vera, sam-
kvæmt áformi Guðs, þá verðum vér að ala hann upp í
heilagri list bænarinnar. Söfnuðir, sem engar hafa bæna-
samkomur, eru sorglega víða. Hjá öðrum eru þær aðeins
nafnið tómt. Enginn áhugi, enginn kraftur fylgir þeim. Ef
söfnuður biður ekki, þá er hann dauður. Það var kröftugur,
biðjandi söfnuður, sem stóð á bak við Spurgeon, hvaða gáf-
um og dásamlegum eiginleikum, sem hann var gæddur
sjálfur. „Bæn réttláts manns er kröftug og áhrifamikil.“
(Ný, ensk þýðing.).
Lausn frá bölsýni
Nú eru erfiðir tímar. Víða er margt, sem hefir skaðvæn áhrif.
Bölsýni sækir heim fólk á öllum aldri, og það verður næmara
fyrir áhrifum hennar. „Það er eins og einhver þungi leggist á
huga minn.“ „Það er eins og svart ský svífi yfir mér.“ „Þetta
gerir mig skelfilega ræfilslegan og ruglaðan.“ Slíkar eru
staðhæfingar hjá fólki, sem það notar, þegar það er að lýsa
ástandi sínu. Hugurinn verður fyrir andlegum og sálarlegum
þrýstingi.
Bölsýni stafar oft af miklum áhyggjum, ótta, kvíða.
Stundum getur hún versnað við ill, andleg áhrif, eða verið af
þeim sprottin. Neikvætt geta menn hugsað eða tekið nei-
kvæða afstöðu til lífsins.
Unnt er að eyða svartsýni, ef stigin eru sporin, sem talin
eru hér á eftir.
1. Gefðu þig aldrei svartsýni á vald. Ala skalt þú — hið
innra með þér — löngun eftir lausn og frelsun frá henni.
Neita þú að gefast upp fyrir áhrifum kjarkleysis.