Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 23
NORÐURIJÓSIÐ
23
strauaði. Pétur var glaðlegur, lítill drengur, sem með sínu
sólskinsbrosi og glaða hlátri hafði oft hresst mömmu sína,
þegar hún var þreytt og kjarklaus. Hún var ekkja og heilsu-
veil, svo að það var henni erfitt að sjá fyrir sér og börnum
sínum.
í dag var Pétur í sérlega góðu skapi, því að á leiðinni heim
átti hann að kaupa sér skinnhúfu fyrir peninga, sem hann
hafði sjálfur unnið sér inn með því að sendast fyrir kaup-
manninn, þar sem Pétur og mamma hans bjuggu. Hann setti
þungu fatakörfuna niður á götuna til að virða húfurnar í
búðarglugganum svolítið fyrir sér. Hér var úr mörgum að
velja. Reglulega fallegar, hlýjar og fínar sýndust þær vera.
Sérstaklega var hann hrifinn af einni og ásetti sér að kaupa
hana. En svo fór hann að horfa í búðargluggann hinum
megin götunnar. Þar voru skór til sýnis. Þar voru einir hlýir
og fallegir skór, sem hann tók sérlega vel eftir. Þeir hefðu
vissulega passað Rut, sem var sjö ára gömul systir hans. Pétur
fann til óróleika innra með sér er hann hugsaði um nýju
húfuna. Það var tilfinnanlegt með Rut. Hún var brjóstum-
kennanleg. Mamma hafði erfiðað og sparað til að geta geymt
ofurlítið af peningum til að kaupa skó handa henni, en svo
hafði Allan orðið veikur, og peningarnir fóru allir í lyf og
læknishjálp.
Nú gæti Rut ekki farið í sunnudagaskólaveisluna, því að
skórnir hennar voru svo slitnir. Og þegar fríið yrði búið og
skólinn byrjaði aftur, hvernig myndi þá verða hjá henni?
Ætti hann? — En hann vildi ekki hugsa þetta til enda. Hann
hafði aldrei eignast neina húfu sjálfur. Sú, sem hann hafði
núna, hafði pabbi hans átt. Mamma hafði saumað hana upp
handa honum. Hann dró húfuna af sér og horfði á hana. Já,
hún var til lýta ljót og alveg útslitin, og húfurnar þar í
glugganum höfðu svo mikið aðdráttarafl. Hann hafði sjálfur
unnið fyrir þessum peningum, en í hjarta hans talaði kyrrlát
rödd: „Hvort er nauðsynlegra, húfan eða skórnir handa
Rut?“ Við þeirri spurningu kom svarið greiðlega. Eflaust
kæmist hann af í vetur með gömlu húfuna. En svo var það
víst best, að hann hlypi til og keypti skóna í snatri, þvi að biði
hann þar til á heimleiðinni, myndi hann, ef til vill sjá eftir