Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 124
124
NORÐURI-JÓSIÐ
2. Leggðu alveg sjálfa(n) þig og vilja þinn undir vilja
Drottins Jesú Krists. Afhentu sjálfa(n) þig Kristi. í einskærri
trú skaltu taka á móti því: að hann hefir kraft og vald til að
dreifa svartsýni þinni. Lestu í guðspjalli Jóhannesar 1. kafla.
12. grein.
3. Snúðu þér að ritningunni og lestu þessar tilvitnanir:
Sálmarnir 120. 1. grein. Sálm. 56. 4., 5. grein; 34. 19., Jeremía
30. 17.; 3. bréf Jóhannesar 2. grein.; Sálm. 100. 4. grein; 2.
bók Móse 15. kafli, 2. og 6. grein; Jakobs bréf 4. 7.; Jesaja 58.
11.; Sálm. 146.
4. Bölsýni stafar oft af neikvæðum hugsunum og nei-
kvæðri afstöðu. Ákveð þú, að með hjálp Krists skulir þú
hugsa jákvætt. Hugleiddu hið góða, sem þú átt, en vanda-
málin ekki svo mikið. Tel þú upp allt, sem þér er blessunar-
ríkt. Vertu þakklátur fyrir það, sem dásamlegt er við lífið.
Tímanum skaltu eyða við það, að hugleiða gæsku Drottins.
5. Kastaðu af þér þunglyndisanda, en skrýddu þig klæð-
um lofgjörðar. Hugsa þú um Jesúm og lærðu, að lofa hann án
afláts. Vera má, að ekki verði auðvelt að temja sér stöðuga
lofgerð. En haltu fast við þakkargjörðina. Lofgjörð mun
dreifa svartsýninni.
6. Fáðu þér nóg af fersku lofti, langar göngur. Vera má, að
umhverfisbreyting veiti hjálp. Snú þú að öðrum athygli
þinni. Getur það gert þér kleift: að missa sjónar af vanda-
málum þínum.
7. Segðu góðum, sannkristnum vini frá. Leitaðu samúðar,
en þráðu þá lausú, sem kemur frá Drottni.
8. Þráláta bölsýni má hrekja burt með því: að beita valdi
persónulega. Nota má sem vopn: I Jesú nafni og blóð Jesú.
(Þýtt).
S.G.J.