Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 73
NORÐURIJÓSIÐ
73
Jesúm svona fyllumst við bænaranda — Fyllumst við
Heilögum Anda. Beinum sjónum okkar til Jesú, horfum á
hann, já, á hann einan. Þá mun lofgjörðin streyma, ekki bara
frá vörum okkar, heldur frá hjörtum okkar, allri veru okkar.
Og þá mun þráin eftir því að sjá hann og vera með honum
um eilífð kalla fram bæn, kalla fram lofgjörð, fyrir það að
hann hefir keypt okkur með blóði sínu sér til eignar, til þess
að við verðum í sannleika hans fólk. Blinda skáldkonan
Fanný Crosby var einu sinni stödd á mjög fjölmennu trú-
aðramóti í Bandaríkjunum. Sá, sem stjórnaði mótinu reyndi
eitt sinn, að lýsa óvenju fögru sólarlagi fyrir henni. En hún
svaraði: „Ég get ekki séð sólsetrið, sem Guð hefir málað á
himininn, en það kemur sá dagur, þegar ég mun sjá Jesúm
augliti til auglitis." Og þá fékk hún efnið í hinn fræga sálm:
„Eitt sinn mun rödd min hljóðna hér, er húmar að við
dauðans göng. Mín sál til himins sæl þá fer, að syngja
Lambsins nýja söng. Þá sé ég Drottinn sem hann er og sál
mín vegsemd honum ber.“
Getur þú tekið undir þennan lofsöng. Það kemur áreið-
anlega sú stund, að þú þarft að standa frammi fyrir Jesú
Kristi, annað hvort, sem frelsara þínum, eins og Fanný
Crosby þráði, eða sem dómara þínum, ef þú hefir ekki iðrast
og tekið við honum sem frelsara þínum í þessu lifi. Ef þú
hefir ekki enn snúið við og gefið honum hjarta þitt, þá bið ég
þig að gera það nú, meðan enn er náðartími, og þig mun
aldrei iðra þess.
(G. G.).
Biblían rænir manni
Eftir Guy Walmisle-Dresser
Biblíulestur getur verkað á þig á tvennan hátt. Biblían getur
svæft þig eða kveikt í þér athafna eld. Allt of oft syfjar fólk, er
það les hana. Eftirfarandi saga sýnir, að hún getur orðið