Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 152

Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 152
152 NQRÐURIJÓSIÐ Allt í einu heyrði ég undarlegt og óvanalegt hljóð ein- hversstaðar í húsinu. Var stormurinn að komast inn undir hið þétta stráþak og inn á milli viðanna? Það var augnabliks- þögn, og ég þóttist heyra dyr opnast og lokast aftur Þá kom hræðileg vindhviða, sem æddi eins og sterkur hvirfilbylur gegnum skóginn. I einu vetfangi hitti bylurinn húsið, og virtist ætla að kasta því um koll, eins og spilaborg. Þessu fylgdi voðalegur hávaði, sem ég gleymi aldrei meðan ég lifi. Frá þeim enda hússins, sem fjær var, þar sem lág, aðeins einlyft álma lá hinum megin við aðalhúsið, heyrðist brothljóð og brak í bjálkum og viðum. Svo heyrðist allt hrynja niður í eina hrúgu, hvað innan um annað, en gegnum hávaðann í storminum og hrynjandi viðum, heyrðist hræðilegt kvalaóp. Ég hljóðaði einnig upp yfir mig af skelfingu, um leið og ég stökk á fætur, fleygði sjali yfir herðar mér og æddi út úr herberginu. Það var í elsta hluta hússins, sem tjónið vildi til Lesstofa og bókasafn föður míns var þar, og það var hann, sem rak upp hið hræðilega óp. Á leiðinni þangað mætti ég móður minni. Hún var náföl, í síðum bláum kjól og hélt á lampa í hendinni. „Villiblóm, heyrðir þú það? — Hvað er það?“ „Ég heyrði það; ég ætla að fara og sjá, hvað um er að vera. Vertu hér kyrr, móðir mín!“ hrópaði ég og tók ljósið úr hendi hennar. En hún fylgdi mér eftir og sagði: „María, María! Ég verð að koma með þér. Faðir þinn — var að lesa. Hefir hann meiðst? — Það er skylda konunnar að vera við hlið mannsins síns, þó í hættu sé. Ást mín er ekki útdauð, þrátt fyrir allt.“ Ég gat ekki framar komið í veg fyrir áform hennar, og við flýttum okkur ofan. Þegar við komum í göngin, sem lágu að álmunni, sem áður er getið, kom snöggur bylur, sem nærri lá að slökti á lampanum. Mér fannst hjarta mitt hætta að slá, svo óttaslegin varð ég. Ég vissi, hvað þetta gat þýtt. Ég gekk fáein skref lengra og varð þess vör, að allt var eins og ég hafði óttast. Aðalhúsið var að vísu óskemmt, en öll hin lága út- bygging við austurenda þess hafði látið undan, og ekkert nema hræðilegar rústir voru eftir, þar sem lesstofa og bóka-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.