Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 122
122
NORÐURIJÓSIÐ
kafla úr Orði Guðs. En er ég vaknaði, sýndi fyrsta spurning
þeirra, að þeir skildu, hvað fagnaðarerindið var, en hún var
þessi: Getur Guð fyrirgefið okkur? Hún sýndi, að þeir skildu,
hvað fagnaðarerindið, hjálpræðið er.
Ég útskýrði það. Já, Guð getur fyrirgefið ykkur. Jesús
fyrirgaf þjófnum (ræningjanum), sem var á næsta krossi við
hann.
Ég var viku í þessum klefa. Þá átti að flytja mig í annað
fangelsi.
Þeir vildu, að ég gœfi þeim Markúsar guðspjallið mitt.
Ég man, að einn þeirra sagði:
Guð þinn mun senda þér margar, margar fleiri Biblíur,
eða fleiri Nýja testamenti. Við fáum aldrei annan hluta af
orði Guðs í þessu fangelsi. Mér var guðspjallið mjög dýrmætt
en ég gaf þessum mönnum það. Og það er ennþá hjá þeim.
(Þýtt úr: „The Flame“ Loginn, sept.-okt. 1982).
Forgangsréttur bænarinnar
Fimm nemendur í háskóla tóku þá ákvörðun, að þeir skyldu
eyða einum degi í Lundúnum áður en þeir tækju prests-
vígslu. Þá langaði til að hlusta á prest einn þar áður en þeir
vígðust. Hann var presturinn frægi Charles Haddon Spur-
geon. Til að geta náð í góð sæti komu þeir löngu áður en
guðsþjónustan-skyldi hefjast. Meðan þeir biðu, kom til þeirra
maður. Er hann fékk að vita, vegna hvers þeir voru komnir,
spurði hann þá, hvort þeir vildu koma og sjá, hvernig kirkjan
væri hituð upp.
Það var heitur júlí-dagur. Minni var því áhugi stúdentanna
fyrir því, hvernig kirkjan væri hituð upp, en fyrir áhrifamik-
illi ræðu. Af því að annað var ekki unnt að gera, tóku þeir
boðinu kurteislega og héldu niður með manninum. Hann fór
með þá ofan nokkrar tröppur og opnaði síðan dyr. Með
lágum rómi sagði hann: Þarna, herrar mínir, eru hitunartæki
kirkjunnar. Undrandi sáu stúdentarnir, að þarna voru um sjö
hundruð manns á bæn, er báðu fyrir samkomunni, er átti