Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 146
146
NORÐURIJÓSIÐ
þetta verið? Hafði einhver engilgesturinn, sem ég heyrði sagt
frá um morguninn, komið til að svara spurningu minni?
Ég þurfti ekki lengi að vera í óvissu. Skruðningarnir hættu
brátt og þá sá ég á gráa treyju og stígvél, sem sýndi, að hér var
að ræða um hluta af búningi mannlegrar veru. Á næsta
augnabliki kom ungur maður fram úr runnunum, gekk
rólega til mín og tók ofan.
Mér er sem ég sjái hann nú, eins og hann stóð þar, og ég
horfði í fyrsta sinni á góðlega og alvarlega andlitið á honum.
Hann var að sjá tvítugur að aldri, eða þar um bil, hár,
herðabreiður og karlmannlegur um aldur fram. En það var
eitt, sem hreif mig meir en allt annað. Það var eitthvað
einkennilegt í dökku augunum hans. Hvað var það? Faðir
minn hafði ekki slíkt augnaráð, þó augu hans væru enn
dekkri, og ekki hafði nokkur maður, sem ég hafði áður séð,
þennan rólega svip, sem bar vott um innri frið, og þetta
hreinskilnislega og djarfa augnaráð, sem virtist segja: „Þú
mátt gjarnan gagnrýna mig; þú munt finna, að ég er sannur
maður.“
Hann gekk til mín með hinu rólega, óþvingaða fasi, sem er
eiginlegt hverju sönnu göfugmenni, hver sem staða þess er í
mannfélaginu og sagði:
„Fyrirgefið. Ég hafði enga hugmynd um, að nokkur væri
hér, fyrr en of seint. Ég missti fótanna og varð að fara ofan.“
Áður en ég gat nokkru svarað, varð unga manninum litið á
Biblíuna, sem lá opin í grasinu, og svipur hans breyttist.
Innileg viðkvæmni skein úr augum hans, eins og hann hefði
fundið kæran vin, eða stígið fæti á heilaga jörð. Síðan mælti
hann hálf-hikandi:
„Erum við meðlimir sömu fjölskyldu? Eruð þér Guðs
barn?“
Rödd hans var svo þrungin hjartanlegri löngun og al-
vörugefni, að hún snerti einhvern streng í hjarta mínu, og
mér fannst biti koma í hálsinn á mér. Ég gat ekkert sagt, en
hristi aðeins höfuðið.
„Ó, það hryggir mig,“ svaraði hann. „Ég hélt — Hann
þagnaði og svipur hans sýndi, að honum datt allt í einu
nokkuð nýtt í hug.