Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 48
48
NORÐURIJÓSIÐ
væri gild. Vígslan fór fram á dönsku, en syngja varð á ís-
lensku.
Er ég spurði þessi ungu hjón, hverjum ætti að bjóða í
brúðkaupsveisluna, gáfu þau alveg hiklaust svar, er sér-
kenndi þau: Öllu Guðs fólki og aðeins Guðs fólki. Minning
þessara sælustunda, er við vorum saman, dvelur hjá mér
ennþá, og leggur af henni sérstakan ilm. „Guð fyrst", það var
grunntónninn í þeim tvísöng, er þau hófu að syngja þennan
dag. Og hamingjusamari hjónabandsaðila get ég ekki
ímyndað mér.
Tveimur árum seinna varð mér kleift: að þiggja heimboð
herra og frú Larsen og dvelja nokkrar vikur í sveitaborg á
Jótlandi. Ég fann, að þau vildu ennþá þjóna sínum góða
Meistara. Heimili þeirra var lítil miðstöð, sem frá ljósinu. Frá
orði Drottins, lagði geisla, mörgum sálum til blessunar.
Gleðilegt var að taka þátt í og örva þær tilraunir, sem þau
gjörðu til þess, að fagnaðarerindið yrði boðað sem víðast. .. .
(Hér verður sagan að enda. Síðasta blaðið í litlu bókinni,
sem geymir hana, hefir glatast. Mig minnir samt, að ég
heyrði, að þau hefðu flutt sig til Norður-Ameríku.
(Þýtt S.G.J.).
Biblían er Guðs orð
í fyrra bréfi Páls til Tímóteusar lesum við: „Sérhver ritning
er innblásin af Guði og er nytsöm til fræðslu, til umvöndun-
ar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, til þess að guðs-
maðurinn sé algjör, hæfur gjör til sérhvers góðs verks.“
Allt of margir efast um guðdómlegan uppruna Biblíunnar,
af því að þeir hafa heyrt eða lesið um skoðanir annarra
manna á henni og hafa gleypt við þeim í blindni.
Enginn hefir leyfi til að segja að Biblían sé ekki Guðs orð
eða að Kristur sé ekki Guðs sonur, fyrr en hann hefir ein-