Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 144
144
NORÐURIJÓSIÐ
greinina, sem hann valdi texa sinn úr, hrökk ég við, rétti mig
upp í sætinu og hlustaði eins og í draumi:
„Því að hafi orðið af englum talað reynst stöðugt, og hver
yfirtroðsla og óhlýðni hlotið réttlátt endurgjald, hvernig
fáum vér þá undan komist, ef vér vanrækjum slíkt hjálp-
ræði?“
Ég er hrædd um, að ég hafi gefið lítinn gaum að ræðunni,
sem á eftir fylgdi. Hún hljóðaði eitthvað um heimsóknir
engla, og orð þau, er þeir höfðu talað fyrrum. En þarna sat
ég í kirkjunni, og starði á opnuna í Biblíunni, sem lá
fyrir framan mig, og mér fannst sem þessi orð væru rituð
með eldlegu letri; „Hvernig fáum vér undan komist?“
Hvernig stóð á þessu? Þetta voru sömu orðin, sem móðir mín
hafði tilfært! Hvað var það, sem þurfti að „komast undan?“
Hún hafði spurt, og ég fór að spyrja líka. Hvers vegna var það
nauðsynlegt, að ég um fram allt ekki vanrækti „slíkt hjálp-
ræði?“
Ég var utan við mig. Hver hugsunin rak aðra í heila mín-
um, þangað til mér fannst höfuðið brenna sem logandi eldur.
Það var næstum fróun fyrir mig, þegar hin stutta messugerð
var á enda, og ég var komin út í skógarrjóðrin. Ég hélt
heimleiðis í undarlega æstu skapi. Líf mitt hafði að þessu
verið svo rólegt, en nú var eins og allt væri í uppnámi.
Ég gat ekki losað mig við þá spurningu, sem mér fannst
ekki hægt að svara.
Hvað meira átti þessi bjarti og fagri sunnudagur — af-
mælisdagurinn minn, sem byrjaði svo rólega — að færa mér,
áður en hann leið til enda?
IV.
Óþekktur boðberi
Hvernig á ég að segja frá því, sem gerðist þetta sunnu-
dagskvöld? Þegar ég stansa, með pennann í hendinni, og
hugsa mig um, hvernig og hvar ég á að byrja, sækir að mér
slíkur fjöldi endurminninga, að mér finnst þær ætla að yfir-
buga mig. Ég get ekki annað en undrast þann veg, sem ég var
leidd á.