Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 138
138
NORÐURIJÓSIÐ
þykist eiga vísa. Einhvern tíma, þegar ég hefi fengið löngun
hjarta míns fullnægt, þegar hann er minn og ég er hans, þá
skal ég fara að hugsa um þetta, og ég skal fá hann til að hugsa
um það líka. Ég get auðveldlega fengið hann á mitt mál; þá
skal ég koma til Krists og leiða hann til hans líka.“ Og meðan
síðustu hendingarnar af sálminum hljómuðu í eyrum mér,
líkt og líkhringing, að mér fannst, yfir hinni hörmulegu ákv-
örðun minni:
„Til þín af hjarta þrái ég;
til þín, Guðs lamb, ég kem, ég kem“,
sneri ég mér við og gekk einbeittlega burt — ég, sem hafði
ætlað mér, að „koma“ fyrir augnabliki síðan.
Earle Etheridge mætti mér á skemmtigönguflötinni og það
ljómaði sigurgleði og feginleikur í augum hans.
„Ég er glaður yfir því, að þú hafðir þig burt,“ sagði hann.
„Ég hefi beðið eftir þér stundarkorn og ég var næstum farinn
að halda, að þú værir ein af þessum blekktu aumingjum, sem
eru að gefa sig við andlegum efnum. En ég veit, að mér hefir
ekki skjátlast í áliti mínu á þér.“ Og með einskonar sam-
blandi af ástúð og stærilæti greip hann mótstöðulaust hönd
mína, en ég — ég gat engu orði upp komið.
Þá sagði hann:
„Ég hefi leyfi móðursystur þinnar til að spyrja þig einnar
spurningar. Getur þú getið upp á hver hún er?“
Hjarta mitt barðist ákaflega meðan ég hlustaði á hin
ástríðufullu orð hans, er hann skýrði mér frá ást sinni, og
mér var ómögulegt að standa á móti þessari blíðu málaleitan
hinnar fyrstu ástar, sem ég hafði þekkt. Og hjarta mitt hafði
svarið á reiðum höndum. Áður en heim kom þennan morgun
var ég orðin heitmey Earle Etheridges.
Mannleg ást hafði unnið sigur. Ég hafði með ráðnum huga
valið hlutskifti mitt og hrundið frá mér því, sem eru hin
æðstu gæði lífsins, — hinu mikla hjálpræði. En frá þeirri
stundu, er ég gekk burt af samkomunni, í stað þess að ganga
Kristi á hönd, missti ég alla löngun til að fylgja honum.
Stundum var ég samt að hugsa um það, og einu sinni eða