Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 99
NORÐURIJÚSIR
99
svaraði hann: „Eg hefi verið með yður allan þennan tíma, og
þú þekkir mig ekki, Filippus? Sá, sem hefir séð mig, hefir séð
Föðurinn.“ Hvernig segir þú þá: „Sýn þú oss Föðurinn?“
Faðirinn var í honum, og föðurhjarta hans tjáði sig í hon-
um. Skynjuðu ekki litlu börnin þetta, er hann tók þau blíð-
lega í fang sér? Sá ekki fólkið það, er hann margfaldaði
brauðin og fiskana til að seðja það? Faðirinn eilífi elskar oss
með eilífri elsku. Sérhvert barn sitt þekkir hann og tilhneig-
ingar þess. Afskipti hans af því eru í samræmi við þær.
Fullnægju veita þau, vekja gleði: —, persónulega samúð, er
nær til hjartans. Þótt föðurást hans og föðurumhyggja birtist
í feðrum okkar og mæðrum, megnar hann að gera meira fyrir
okkur en jafnvel þau, af því að þau eru Guði háð jafnt og við.
„Byrðar mínar eru sérstæðar,“ sagði sannkristin kona vin-
konu sinni einu sinni. „Já, en við eigum sérstæðan Drottin,“
svaraði hin konan vinkonu sinni í trúnaði. „Fg á við, að
byrðar mínar eru mjög, mjög sérstæðar.“ „Já, en við eigum
mjög, mjög sérstæðan Drottin,“ sagði hin konan að lokum.
Og hann eigum við. Engu máli skiptir, hve margar eru
áhyggjur okkar, þær verða aldrei meiri en máttur hans að
mæta þeim. Og alveg er sama, hve þungar þær eru. Aldrei
verða þær meiri en náð hans. Það gæti verið gott, að við
tækjum stundum sálum okkar tak, eins og Davíð gerði, þegar
hann sagði í 42. Sálminum: „Hví ert þú beygð, sál mín, og
ólgar í mér? Vona á Guð.“ Og í 103. Sálminum brýst fram:
„Lofa þú Drottin, sála mín og gleym eigi neinum (öllum —
ísl. þýðingin) velgerðum hans.“ íslenska þýðingin er sam-
kvæm frummálinu (S.G.J.).
Ef við vildum aðeins reyna — á verklegan hátt — það, sem
lýst er í Jesaja 9. kafla, 6. og 8. grein, hvílík efni furðu mundu
þá mæta okkur. Kristur skapar þar stöðu stjórnandans jafnt
og Frelsarans. Hann frelsar frá synd og getur stjórnað lífi
voru. Hann er sá, er jafnt ber byrðar lífsins og syndirnar.
Ennfremur: Öll fyrirheit Guðs eru í honum já og Amen.
Maður getur ætlað sér að halda loforð sín. En atvik, ófyrir-
séð, geta komið í veg fyrir það, sem hann hefir heitið. Óhöpp
geta ekki hindrað hann. Kostgæfnin, sem talar, framkvæmir,
því að hann er í þeirri stöðu, að hann getur það. Þegar svo er