Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 100
100
NORÐURI.JÓSIÐ
sagt í orði Guðs: „Guð minn mun uppfylla sérhverja þörf
yðar eftir ríkdómi dýrðar sinnar í Kristi Jesú,“ þá getum við
reitt okkur á: að fyrirheitið verður uppfyllt. Eilíf auðæfi
Guðs, sem á bæði himin og jörð, eru meira en næg til að
uppfylla loforð hans.
Er það ekki huggunarríkt að vita þetta, einmitt nú, þegar
hásætin velta og stjórnirnar bregðast, er óvissan eykst og
þjáningar vaxa? Ekki eru bjartari tímarnir núna, síður en svo.
Meir eða minna guðlaus heimur stefnir beint út í ógæfu. Alls
staðar sjáum vér þjóðir, sem strita við sína örðugleika. Sumir
gefa upp öndina, af því að þeir óttast svo þá tíma, sem koma
munu yfir jörðina. Engin fullnæg úrlausn fæst..., sem af-
nemi eigingirni, ranglæti og óguðleika, uns maðurinn verður
úrræðalaus og gefur honum rúm, sem réttinn hefir til að
ríkja. — Konungi konunganna, konungi réttlætisins og frið-
arins.
Höfðingjadómur Krists
„Á hans herðum mun höfðingjadómurinn hvíla.“ (Jesaja 9.
6.).
Efni vort er höfðingjadómur Krists eða stjórn hans á lífi
sannkristins manns. Vér getum ekki þekkt Drottin sem þann,
er byrðar vorar ber, nema vér höfum þekkt hann fyrst sem
þann, er bar syndir vorar. Þess vegna er það, að margt gott
(nafn) kristið fólk sligast undir áhyggju-byrðunum, sem
hefði átt að vera varpað upp á hann.
Tvær tegundir byrða eru til. Aðra þeirra verðum vér að
bera, hina ekki. Hin fyrri er byrði fyrirbænar. — „Berið hver
annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists.“ Hinar eru
byrðar áhyggju. „Varpið allri áhyggju yðar upp á hann, því
að hann ber umhyggju fyrir yður.“ Þetta merkir, að vér felum
honum öll vor málefni.... Orð Guðs hvetur oss til að „bera
hver annars byrðar,“ en varar oss við veraldlegum áhyggjum.
„Verið ekki hugsjúkir um neitt,“ merkir ekki afskiptalaust
ábyrgðarleysi. Orðin þessi undirstrika, hve gagnslausar eru
áhyggjur. „Drottinn er í nánd.“ Vel kunnugt er oss það, sem