Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 154
154
NORÐURLJÓSIÐ
miskunnarlaust, meðan við reyndum gætilega að ná burtu
brotnu spýtunum, og reisa upp bjálkann. Loksins tókst okkur
að losa hann, en hann var, að því er okkur sýndist, meiddur
nær því til bana, og þegar ég reyndi að lyfta honum upp,
veinaði hann af sársauka.
Einhvern veginn, með næstum yfirnáttúrlegu afli bárum
við Betsey hann inn í þann hluta hússins, sem óskemmdur
var, meðan móðir mín, sem ástin virtist ljá vængi, svo hún
gleymdi þessa stundina lasleika sínum, flýtti sér að búa um
hann.
Innan skamms lá hann meðvitundarlaus og ósjálfbjarga í
rúmi sínu, og móðir mín og Betsey gerðu sitt besta til að
hjúkra honum.
Ég flýtti mér til herbergis míns, fleygði af mér rennvotu
sjalinu, sem lítið skjól var að í þessum stormi, og klæddi mig
sem skjótast. Þá læddist ég hljóðlega ennþá einu sinni gegn-
um ganginn.
„Mamma,“ sagði ég, „það verður að sækja lækni handa
honum undireins. Það er ekki um annað að gera; ég verð að
fara.“ og áður en hún gat aftrað mér, var ég farinn. Ég fór
gegnum garðinn og út í næturmyrkrið. Ég vissi um götu
gegnum miðjan skóginn, sem styttra var að fara en aðalveg-
inn, og með því að fara hana, mundi ég komast til næsta
þorps innan klukkustundar og læknirinn mundi aka mér
heim.
Það var óvanalegt, að hætta sér þannig inn í koldimman
skóginn um hánótt. En ég þekkti hvern blett á þessum
stöðum, og var alveg óhrædd. Þegar ég var búin að fullvissa
mig um, að ég væri á réttri leið, flýtti ég mér áfram.
Það var koldimmt, nema þegar elding leiftraði við og við;
— ekkert nema biksvört ský uppi yfir mér, og stóreflis tré
fram undan; en jafnvel þau var ekki hægt að sjá í þreifandi
myrkrinu. Oftar en einu sinni steyptist ég á höfuðið inn í
einhvern runnann, eða festi fót í burknaflækju og datt þungt
til jarðar. Og eitt sinn rakst ég skyndilega á geysistóran
trjábol, og fékk mikið högg á ennið.
En það var vegna föður míns, svo ég lét það ekki á mig fá.
Ef Guð aðeins vildi þyrma lífi hans, svo hann fengi ráðrúm