Norðurljósið - 01.01.1984, Síða 154

Norðurljósið - 01.01.1984, Síða 154
154 NORÐURLJÓSIÐ miskunnarlaust, meðan við reyndum gætilega að ná burtu brotnu spýtunum, og reisa upp bjálkann. Loksins tókst okkur að losa hann, en hann var, að því er okkur sýndist, meiddur nær því til bana, og þegar ég reyndi að lyfta honum upp, veinaði hann af sársauka. Einhvern veginn, með næstum yfirnáttúrlegu afli bárum við Betsey hann inn í þann hluta hússins, sem óskemmdur var, meðan móðir mín, sem ástin virtist ljá vængi, svo hún gleymdi þessa stundina lasleika sínum, flýtti sér að búa um hann. Innan skamms lá hann meðvitundarlaus og ósjálfbjarga í rúmi sínu, og móðir mín og Betsey gerðu sitt besta til að hjúkra honum. Ég flýtti mér til herbergis míns, fleygði af mér rennvotu sjalinu, sem lítið skjól var að í þessum stormi, og klæddi mig sem skjótast. Þá læddist ég hljóðlega ennþá einu sinni gegn- um ganginn. „Mamma,“ sagði ég, „það verður að sækja lækni handa honum undireins. Það er ekki um annað að gera; ég verð að fara.“ og áður en hún gat aftrað mér, var ég farinn. Ég fór gegnum garðinn og út í næturmyrkrið. Ég vissi um götu gegnum miðjan skóginn, sem styttra var að fara en aðalveg- inn, og með því að fara hana, mundi ég komast til næsta þorps innan klukkustundar og læknirinn mundi aka mér heim. Það var óvanalegt, að hætta sér þannig inn í koldimman skóginn um hánótt. En ég þekkti hvern blett á þessum stöðum, og var alveg óhrædd. Þegar ég var búin að fullvissa mig um, að ég væri á réttri leið, flýtti ég mér áfram. Það var koldimmt, nema þegar elding leiftraði við og við; — ekkert nema biksvört ský uppi yfir mér, og stóreflis tré fram undan; en jafnvel þau var ekki hægt að sjá í þreifandi myrkrinu. Oftar en einu sinni steyptist ég á höfuðið inn í einhvern runnann, eða festi fót í burknaflækju og datt þungt til jarðar. Og eitt sinn rakst ég skyndilega á geysistóran trjábol, og fékk mikið högg á ennið. En það var vegna föður míns, svo ég lét það ekki á mig fá. Ef Guð aðeins vildi þyrma lífi hans, svo hann fengi ráðrúm
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.