Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 116
116
NORÐURIJÓSIÐ
Enginn af oss getur verið blindur fynr því, að vér lifum á
svipuðum tímum nú, einmitt nú. Engum ritum hefir verið
bætt inn í Biblíu-ritin í nálega 1900 ár. (2000 í L.G.). Hverju
hafa þau haldið vakandi? Voninni þeirri, að Kristur, höfuð
safnaðar síns, komi aftur, þá í skýjum himins.
Eins og það er öruggt, að spádómarnir, um barnið litla í
jötunni í Betlehem rættust, svo munu og rætast spádómar
þeir, sem varða endurkomu þess. . ..
Þegar Drottinn kemur, endar saga mannkynsins í núver-
andi mynd sinni. Valdabaráttan hverfur. . .. Sviptir verða
gildi samningar þeir, sem þjóðir hafa gert sín á milli. Nú-
verandi framtíðardraumar mannanna — spámannlega orðið
mun gera þá að engu. Bráðlega kemur Jesús aftur.
Greinilega segir Drottinn þetta í heilögum ritningum.
Hvað getum vér gjört annað en hlustað — og starfað?
(Þýtt úr Livets Gang. Stytt á stöku stöðum.).
S.G.J.
Leitaðu Drottins í dag
Við lesum í Jesaja spádómsbók þessi merku orð, sem er
tilboð Guðs til okkar mannanna: „Heyrið, allir þér sem
þyrstir eruð, komið hingað til vatnsins, og þér, sem ekkert
silfur eigið, komið, kaupið korn og etið. Komið, kaupið korn
án silfurs og endurgjaldslaust, bæði vín og mjólk.
Hví reiðið þér silfur fyrir það, sem ekki er brauð, og gróða
yðar fyrir það, sem ekki er til saðnings?
Hlýðið á mig, þá skuluð þér fá gott að eta og sálir yðar
gæða sér á feiti.
Hneigið eyru yðar og komið til mín, heyrið, svo að sálir
yðar megi lifna við.“ (Jes. 55. 1.-3.). Og ennfremur í v. 6:
„Leitið Drottins, meðan hann er að finna, kallið á hann
meðan hann er nálægur.“
Þessi boðskapur er fyrir alla svanga, þyrsta og peninga-
lausa. Hann er fyrir þá, sem hafa reynt hvað heimurinn hefur