Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 68
68
NORÐURI.JÓSIÐ
(Matt. 28. 1.). Þær fundu tóma gröf Kristur hafði risið upp,
því að hvíldardagurinn var liðinn, endaður.
En hvers vegna stendur þá: hvíldardagarnir (eins og það er
á grísku?) Af því að fyrsti dagurinn í páskavikunni var
hvíldardagur, alveg sama á hvaða degi vikunnar það var (3.
Mós. 23. 7.). Þess vegna lesum við: „Það var aðfangadagur,
og hvíldardagurinn nálgaðist, og sá hvíldardagur var mikill.“
(Jóh. 19. 31, norsk þýð.). Þetta merkir, að það var ekki
venjulegur hvíldardagur.
Þess vegna reis Jesús upp við lok tveggja hvíldardaga —
fimmtudags og laugardags. Nákvæman tíma vitum við ekki,
en það var sem hvíldardagurinn stefndi að endalokum, og
nýi dagurinn væri að renna upp. Dagurinn með fyrirheitið,
hinn nýi dagur safnaðarins. „Hann er ekki hér, hann er
upprisinn.“
Auðveldara er að skilja það er sagt hefir verið hér að
framan ef við minnumst þess, að hjá Gyðingum byrjaði
dagur hver við sólarlag og endaði við næsta sólarlag. Páska-
hátíðin og kvöldverður Drottins voru á þriðjudagskvöldi,
sem var upphaf miðvikudags Gyðinga. Seinna sömu nóttina
var Drottinn handtekinn og farið með hann til Annasar (Jóh.
18. 13), er sendi hann bundinn til Kaifasar og æðstu prest-
anna.
(Þýtt úr Livets Gang. S.G.J.).
Jesús og fíkniefna neytandinn
Eftir Frank Potter, kristniboða í New York
Það er hræðileg tilfinning. Öllum hefir þú brugðist, sem þú
þekkir. Alla aðra gerir þú vansæla líka. Ævi þín er blátt
áfram tímasóun. — Hví ættir þú þá lengur að lifa?
Þannig mælti Mikael, Gyðingur nokkur, þegar ég hringdi
til hans. Hann var eitthvað um þrítugt. Hann var þá aftur
heima, en hafði ekki þrek til að fara að vinna. Systir hans,