Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 59
NORÐURIJÓSIÐ
59
kæra, gamla sunnudagaskólakennarann minn; það er allt og
sumt.“
Hann snéri sér að mér og sagði: „Nú er ég tilbúinn, læknir,
og ég lofa þér að ég mun ekki einu sinni stynja á meðan þú
tekur af mér handlegginn og fótinn, ef þú býður mér ekki
klóróform.“ Ég lofaði því, en ég hafði ekki hugrekki til að
taka hnífinn mér í hönd til að framkvæma aðgerðina nema
að fara áður í næsta herbergi og fá mér dálítið áfengi til að
herða mig upp, svo að ég gæti gert skyldu mína.
Á meðan ég var að skera í gegnum holdið stundi Charlie
Coulson aldrei, en þegar ég tók sögina til að saga í sundur
beinið, setti drengurinn hornið á koddanum upp í munninn,
og það eina sem ég gat heyrt hann segja var: „Ó, Jesús,
blessaði Jesús, stattu hjá mér núna!“ Hann hélt loforð sitt og
stundi aldri.
Þá nótt gat ég ekki sofið, því að ég sá þessi mildu, bláu
augu hvernig sem ég snéri mér, og þegar ég lokaði augunum,
héldu orðin „Blessaði Jesús, stattu hjá mér núna!“ áfram að
hljóma í eyrum mínum. Milli klukkan tólf og eitt eftir mið-
nætti fór ég upp úr rúminu og hélt til spítalans, sem ég hafði
aldrei gert áður nema ég væri sérstaklega kallaður; en slík
var löngun mín að sjá þennan dreng. Þegar ég kom þangað
var mér tilkynnt af sjúkraliðanum, sem var á næturvakt að
sextán hefðu dáið af þeim sem engin von var um og verið
bornir niður til líkhússins. „Hvernig er Charlie Coulson, er
hann meðal hinna dauðu?“ spurði ég.
„Nei, herra,“ svaraði sjúkraliðinn, „hann sefur rólega eins
og smábarn.“ Þegar ég kom að rúminu þar sem hann lá, sagði
ein hjúkrunarkonan, að um klukkan níu hefðu tveir með-
limir úr U.S. Christian Commission („Bandarísku kristilegu
nefndinni“) gengið um spítalann til að lesa og syngja sálm.
Herpresturinn var með þeim og hann kraup á kné við rúm
Charlie Coulsons og bað heita og hrifandi bæn. Á eftir,
meðan þeir voru ennþá á hnjánum, sungu þeir „Jesus, Lover
of My Soul“ („Lát mig flýja í faðminn þinn“), sem er öllum
sálmum fegri, og Charlie söng með. Ég gat ekki skilið hvernig
þessi drengur, sem hafði orðið að þola slíkan kvalafullan
sársauka, gat sungið. Fimm dögum eftir að ég hafði tekið