Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 139
NORÐURIJÓSIÐ
139
tvisvar reyndi ég í samtali við Earle að láta talið berast að því
efni, en það varð aðeins til þess, að hann þaggaði vingjarn-
lega og rólega niður í mér, og ég var nógu heimsk til að
ímynda mér, að hinn rétti tími til þess væri ennþá ekki
kominn. Þegar hann væri orðinn maðurinn minn, mundi ég
auðveldlega geta leitt hann eins og ég vildi.
Ó, hvað slík hugmynd er heimskuleg! Hún hefir orðið til
þess, að þúsundir ungra stúlkna hafa, eins og ég, liðið andlegt
skipbrot.
Tilhugalíf okkar var stutt; við vorum komin í hjónaband
áður en við höfðum fengið tíma til að þekkja skaplyndi og
smekk hvors annars, og áður en vika var liðin frá því ég
giftist, opnuðust augu mín fyrir því, hve hræðilegt ástand
mitt var.
Jafnvel nú, Villiblóm, get ég varla afborið að hugsa til
þess, þoli varla að segja frá því, en samt er best þú vitir það
allt, eins og það er. Faðir þinn hafði aldrei elskað mig í raun
og veru. Það er hræðilegt að heyra, en það er sannleikur, og
hvernig líf mitt hefir verið öll þessi ár, því megna ég ekki að
lýsa. Nei, hann bar aldrei umhyggju fyrir mér með þeim
hjartans innileik og hollustu, sem góður og vandaður maður
sýnir þeirri konu, sem hann elskar. Faðir þinn var metorða-
gjarn og vildi komast áfram í heiminum, og hann sótti eftir
mér einungis vegna þess, að hann hélt ég mundi erfa allan
auð móðursystur minnar. En hvernig á því stóð að hann fékk
þessa flugu í höfuðið, veit ég ekki. Ég vissi sjálf, að ég var
eignalaus, og mér datt ekki í hug, að nokkur hefði hugmynd
um annað, því allar eigur móðursystur minnar áttu eftir
dauða hennar að ganga til einhverra fjarskyldra ættingja.
Þegar faðir þinn einu sinni af tilviljun minntist eitthvað á
þetta efni, og ég lét hann vita hið sanna, opnuðust augu mín.
Ég, unglingsstúlkan, var búin að vera gift aðeins fáa daga, og
ég vissi, að ég var alla mína lífstíð bundin manni, sem ekkert
kærði sig um mig, heldur um eignir þær, sem hann hélt ég
ætti í vændum!
Ég held að hjarta mitt hafi dáið þá, Villiblóm. Ég hafði
gefið honum hið besta, sem ég hafði til, hreina og innilega
ást, en fékk stein í staðinn, ef svo mætti að orði kveða. Svo