Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 72
72
NORÐURI.JÓSIÐ
Hann leitaðist við að sjá Jesúm, hvernig hann væri, er sagt
um Zakkeus. Og hann gat það ekki fyrir mannfjöldanum.
Það er enn í dag að gerast hið sama. Mannfjöldinn skyggir á
Jesúm. Það er svo mikil hætta á því, að fólkið, mennirnir
komist á milli Jesú og okkar og skyggi á hann, svo að við
sjáum hann ekki. Andi hans, sem hefir talað til okkar, verði
slökktur. Það er h'ka talað um Grikkina, sem langaði til að sjá
Jesúm. Okkur er ekki sagt, hvort Grikkirnir fengu að sjá
Jesúm. Það eru margir enn í dag, sem langar til að sjá Jesúm,
en láta aðra menn komast á milli hans og þeirra, svo að þeir
geta ekki séð hann. Ég hefi ekki séð Jesúm með mínum
hkamlegu augum, en ég hefi fengið að sjá sporin hans,
fundið snertingu hans, fengið að heyra orðin hans. Ég hefi
séð hvað gerist þegar hann fær að komast að. Þá fer Zakkeus
niður úr trénu og tekur glaður á móti Jesú á heimili sínu. Ef
Zakkeus hefði ekki hlýtt Jesú og komið niður úr trénu, hefði
hann, að vísu fengið að sjá hann, en Jesús hefði aldrei komið
á heimili hans og hann hefði aldrei fengið að heyra þessi
fagnaðarríku orð Frelsarans: „í dag hefir hjálpræði hlotnast
húsi þessu.“ En sumir menn fara ekki niður úr trénu, þeir sjá
Jesúm aðeins álengdar og láta það nægja. En þó að ég gæti
séð Jesúm, gæti það gagnað þér? Nei, það þarf hver að sjá
hann fyrir sig. Allir, sem vilja sjá hann í nálægð þurfa að fara
niður. Það er: að auðmýkja sig og viðurkenna, að þeir hafi
syndgað, fara niður úr tré hrokans og sjálfsálitsins. Já, flýta
sér niður og taka á móti honum glaðir á heimili sínu í hjarta
sínu. Það var fyrir nokkru, að japanskur stúdent stundaði
háskóla nám í Englandi. Hann var fluggáfaður og sóttist
námið mjög vel. En einhver gaf honum Nýja testamentið.
Hann fór að lesa það og las með athygli og þetta breytti öllu
lífi hans. Hann sá Jesúm þar, sá hann, sem sinn dýrlega
Frelsara. Hann sá að hann sjálfur var syndari, sem þurfti að
iðrast og hann brast í grát, þar sem hann sat og var að lesa orð
Jesú, og sagði: „Jesús, gæti ég orðið svona líkur þér, getur þú
gert mig svona líkan þér?“ Þetta er að sjá Jesúm. Stúdentinn
sá hann í sinni eigin neyð. Hann sá hann í neyð mannanna.
Hann laut Jesú og fylgdi honum og varð einn áhrifamesti
vottur hans, er hann kom heim til Japan. Þegar við sjáum