Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 126
126
NORÐURIJÓSIÐ
þessu öllu, sem kom því til leiðar, að þau stungu hann ekki í
andlitið, ekki á sama hátt eins og þau höfðu gjört? Það var
indælt að losna við nýjan dag og nýjan þrældóm og ný
misstigin spor. Einmitt þá kom þessi ókunni maður og bað
hann um annað eins lítilræði og eina eldspýtu, einmitt er
hann var reiðubúinn að stökkva í sjóinn. Hver var það, er
sendi hann hingað? Var það Guð?
— Guð?
Hann hvíslaði orðin hálfvegis upphátt fyrir sjálfan sig.
Langt var orðið frá því, að í heila hans kæmi hugsun um
Guð, og að nafn Guðs hafði farið yfir varir hans, með þeirri
alvöru, sem fylgdi því nú.
Án þess að skilja, hvort hann var vakandi, sofandi eða
dreymdi, þá fannst honum í þokunni og regninu, að hann sæi
veru, sem horfði á hann, hrygg á svip. Augnaráðið var ákaf-
lega angurblítt. Andlitsdrættir mjög óljósir og óskýrir, en
augun þekkti hann aftur.
Mamma!
Hann kæfði ópið og steig skref áfram til að grípa þessa
undarlegu veru. Á andartakinu næsta var hún horfin. Aleinn
var maðurinn aftur.
Örugglega er ég með höfuðóra. Of mikið hefi ég drukkið
og of lítið etið nú upp á síðkastið. Kannski fer ég að brjálast,
og að öðru leyti væri það ekki svo undarlegt.
En augun voru að minnsta kosti augun hennar mömmu.
Þannig var hún vön að horfa á mig, þegar ég kom hálf-
drukkinn heim á nóttunni.
Vesalings mamma! Þú stritaðir og leiðst illt vegna mín. Þú
varðst veik af vinnu, til þess að maður yrði úr mér. Samt sem
áður misheppnaðist það. Þú baðst, þú trúðir, þú vonaðir, en
þú dóst, — dóst úr sorg yfir glataða syninum þínum, sem
ætlaði að svipta sjálfan sig lífi í nótt. Ó, að ég gæti beðið þig
um fyrirgefningu áður en ég fer inn í aðra eilífð en þú fórst
inn í fyrir fimm árum!
— Önnur eilífð!
— Er eilífð til?
Getur það átt sér stað, að það helvíti, sem ég hefi lifað í hér