Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 129
NORÐURIJÓSIÐ
129
VILLIBLÓMIÐ
I.
Afmælisdagurinn minn.
Það var fagur og sólbjartur sumarmorgunn eins og hann
getur indælastur verið í júnímánuði.
Daggardroparnir gitruðu sem perlur á grasinu og skógar-
trjánum, þegar ég opnaði gluggann á herbergi mínu; og svo
stóð ég og studdi olnbogunum á breiðu gluggakistuna og
naut sumarfegurðarinnar í ríkum mæli. Mér fanst einhvern-
veginn, að blómin í garðinum hefðu aldrei verið eins fögur,
og risavöxnu trén í skóginum aldrei eins tignarleg í lauf-
skrúði sínu og einmitt nú.
Hvernig stóð á því? Gat í raun og veru verið nokkur munur
á þessu? Eða var að vakna í sálu minni ný tilfinning fyrir
fegurð og indæli náttúrunnar, sem ég hafði aldrei áður
þekkt? Ef til vill var því þannig varið; ég get ekki um það
sagt. En hvað sem því leið, þá var það víst, að þegar ég stóð
við gluggann í litla herberginu mínu þennan morgun, hugs-
aði ég með mér, að hvað fagurt útsýni snerti, væri ekki til
indælli staður í öllum heiminum en sá, sem ég kallaði heimili
mitt.
Ekki var það svo að skilja, að á því væri nokkurt stór-
fengilegt höfðingjasnið. Það var ekki annað en skrítið,
gamaldags bóndabýli; stór og rúmgóð tvílyft bygging með
mörgum litlum grindagluggum, sem voru nær því huldir af
skógarliljum og skógarrósum, og með snotru, sléttu, vel hirtu
stráþaki. Stór garður var allt í kring — tvær ekrur að víðáttu
(meira en 40 hektarar að stærð). Allt var í fullkomnustu röð
og reglu, en þó svo yndislega frjálslegt.
En þó hefi ég ekki ennþá getið um höfuðprýði heimilis
míns, sem allt annað virtist dauft og lítilfjörlegt í samanburði
við. Það var skógurinn — stærsti skógurinn, sem enn er
ósnertur á Englandi — margra mílna svæði, alþakið fleiri
alda gömlum trjám, mjúkum, grænum grassverði með ilm-
andi lyngi, sem fjólur, dalaliljur og ýmsar aðrar fagrar
blómjurtir spruttu innan um, snemma á vorin.