Norðurljósið - 01.01.1984, Page 129

Norðurljósið - 01.01.1984, Page 129
NORÐURIJÓSIÐ 129 VILLIBLÓMIÐ I. Afmælisdagurinn minn. Það var fagur og sólbjartur sumarmorgunn eins og hann getur indælastur verið í júnímánuði. Daggardroparnir gitruðu sem perlur á grasinu og skógar- trjánum, þegar ég opnaði gluggann á herbergi mínu; og svo stóð ég og studdi olnbogunum á breiðu gluggakistuna og naut sumarfegurðarinnar í ríkum mæli. Mér fanst einhvern- veginn, að blómin í garðinum hefðu aldrei verið eins fögur, og risavöxnu trén í skóginum aldrei eins tignarleg í lauf- skrúði sínu og einmitt nú. Hvernig stóð á því? Gat í raun og veru verið nokkur munur á þessu? Eða var að vakna í sálu minni ný tilfinning fyrir fegurð og indæli náttúrunnar, sem ég hafði aldrei áður þekkt? Ef til vill var því þannig varið; ég get ekki um það sagt. En hvað sem því leið, þá var það víst, að þegar ég stóð við gluggann í litla herberginu mínu þennan morgun, hugs- aði ég með mér, að hvað fagurt útsýni snerti, væri ekki til indælli staður í öllum heiminum en sá, sem ég kallaði heimili mitt. Ekki var það svo að skilja, að á því væri nokkurt stór- fengilegt höfðingjasnið. Það var ekki annað en skrítið, gamaldags bóndabýli; stór og rúmgóð tvílyft bygging með mörgum litlum grindagluggum, sem voru nær því huldir af skógarliljum og skógarrósum, og með snotru, sléttu, vel hirtu stráþaki. Stór garður var allt í kring — tvær ekrur að víðáttu (meira en 40 hektarar að stærð). Allt var í fullkomnustu röð og reglu, en þó svo yndislega frjálslegt. En þó hefi ég ekki ennþá getið um höfuðprýði heimilis míns, sem allt annað virtist dauft og lítilfjörlegt í samanburði við. Það var skógurinn — stærsti skógurinn, sem enn er ósnertur á Englandi — margra mílna svæði, alþakið fleiri alda gömlum trjám, mjúkum, grænum grassverði með ilm- andi lyngi, sem fjólur, dalaliljur og ýmsar aðrar fagrar blómjurtir spruttu innan um, snemma á vorin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.