Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 147
NORÐURIJÓSIÐ
147
„Getur það verið,“ hélt hann áfram ákafur, „að mér hafi
ekki skjátlast? Að ég hafi í raun og veru heyrt mannlega
rödd, einmitt þegar mér varð fótaskortur efst í brattanum. Ég
þóttist heyra orð, sem lýstu djúpri og hjartanlegri löngun
eftir, að einhver kæmi og leiðbeindi yður.“
Ég leit undan hinu rannsakandi augnaráði hans, og ég
ímynda mér, að hann hafi tekið það fyrir nægilegt svar. Hann
settist niður í grasið skammt frá mér og sagði blíðlega: „Þessi
orð og þessi opna Biblía virðast segja mér, að mér hafi ekki
skjátlast. Æskið þér í sannleika eftir því, að komast í kynni
við besta vininn minn?“
Röddin titraði af löngun og óumræðilegri gleði. Ég veit
ekki, hvernig á því stóð, en ég fann að tár runnu hægt og hægt
niður eftir kinnum mér um leið og ég svaraði í lágum rómi:
„Já.“
Ég gleymi aldrei þeirri undrun og gleði, sem ljómaði á
andliti hins unga manns.
„Himneski faðir! Gæska þín við mig er óviðjafnanleg,“
sagði hann og leit til himins. „Mig langaði til að fá tækifæri
til að leiða sálir til þín. Ég bað þig að leiðbeina mér og þú
hefir svarað bænum mínum — á þennan hátt.“
Hann beið við augnablik. Síðan tók hann upp opnu
Biblíuna og las sömu orðin, sem höfðu gert mig svo órólega.
Ég næstum hrökk við, þegar ég heyrði þau aftur.
„Þér hafið valið undarlega,“ sagði ég. „Þetta eru einmitt
orðin, sem hafa raskað ró minni í dag. Ég hefi heyrt þau
tvisvar áður.“
„Þér hafið þá fyrst í dag farið að hugsa um sáluhjálp
yðar?“
„Já, það er afmælisdagur minn og móðir mín sagði mér
sögu snemma í morgun.“ — Ég þagnaði og roðinn þaut fram
í kinnar mér; ég dirfðist ekki að bregðast trausti hennar með
því, að segja eitt orð meir um þetta mál. — „Hún tilfærði
þennan ritningarstað," sagði ég eftir nokkra þögn, „og bað
mig að leita þessa mikla hjálpræðis. Ég get ekki sagt yður
meira.“
Þess gerist ekki þörf,“ svaraði hann fljótlega. „Það er alveg
nægilegt, að orð Guðs hefir haft sín áhirf.“