Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 148
148
NORÐURIJÓSIÐ
„Ég heyrði sömu orðin aftur í kirkjunni,“ hélt ég áfram,
knúð þvert á móti vilja mínum til að trúa alókunnugum
manni fyrir helgasta leyndarmáli hjarta míns. En að þetta
væri undarlegt, kom mér ekki þá til hugar. Ég þóttist viss um,
að Guð hefði sent hann til að flytja mér boðskap friðarins.
„Óskið þér eftir að öðlast þetta hjálpræði? Óskið þér eftir
að meðtaka það, í stað þess að vanrækja það, og verða þannig
undankomu auðið.“
„Undan hverju þurfa menn að komast?“ spurði ég.
í stað þess að svara, fletti hann nokkrum blöðum í
Biblíunni og las:
„Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð“. — „Þér sjáið,
að Guð lýsir því yfir, að þér séuð syndari, og nema þér hafið
öðlast hjálpræði hans, verðið þér að bera afleiðingar synda
yðar, og hann getur ekki, samkvæmt réttlæti sínu og heilag-
leika, sýknað hinn seka.“
Þetta virtist mér mjög hræðilegt. Var engin von fyrir mig?
„Ég veit, að ég er ekki hæf til að koma fram fyrir Guð,“
sagði ég. „Guð gæti ekki með sanni sagt, að ég væri laus við
synd.“
„Nei. En eruð þér þá fús til að samsinna það, sem Guðs
orð segir um yður: að þér séuð syndari og séuð sek fyrir
Guði?“
„Já, ég get ekki annað.“
„Gott og vel,“ sagði hann og það var mikill gleðihreimur í
röddinni, „þá eruð þér einmitt sá, sem Drottinn Jesús kom til
að frelsa. Hlustið á: „Kristur dó fyrir óguðlega.“ — „Kristur
er fyrir oss dáinn, meðan vér enn vorum í syndum vorum.“
— „Mannssonurinn er kominn til að leita þess, sem glatað
var, og frelsa það.“
„Þér sjáið,“ hélt hann áfram eftir augnabliksþögn, „að
málið horfir þannig við: Þar eð yður er algerlega ómögulegt
að frelsa yður sjálf frá synd, verðið þér að koma til Jesú
Krists, sem býður yður að fela sér allt yðar málefni. Hann bar
syndir yðar á krossinum á Golgata, svo hann er sá eini, sem
getur fengist við þær. Viljið þér fela yður honum á hendur,
hér og nú?“
„Já, það vil ég.“