Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 49
NORÐURIJÓSIÐ
49
læglega og hreinskilnislega rannsakað hvorutveggja, án
þess að láta fyrirfram myndaðar skoðanir annarra gera dóm
sinn hlutdrægan.
Lang-mikilvægasta spurningin í trúarefnum er einmitt sú,
hvort Biblían sé í raun og veru Guðs orð. Og sé hún það, þá
er hún áreiðanleg opinberun frá Guði, um sjálfan hann, og
sýnir tilgang hans og vilja með manninn. Þá er hún líka
opinberun um andlegan og eilífan veruleika, og opin leið til
þess að sýna okkur sannleikann í trúmálum.
En sé hún ekki Guðs orð, heldur aðeins fóstur mannlegra
hugsana, heilabrota og ágiskana, þá verðum við eins og skip
úti á reginhafi, án áttavita, án minnstu hugmynda um, hvað
sé framundan, og algerlega óhæf til að finna örugga höfn.
Hinn þekkti Biblíufræðari, doktor Torrey, segir á einum
stað: „Ég hef ekki alltaf trúað því, að Biblían væri Guðs orð.
Ég efaðist um það. Ég efaðist um að Jesús Kristur væri Guðs
sonur, og ég efaðist um, að til væri nokkur persónulegur
Guð. Ég var ekki trúlaus — ég var efagjarn, ég neitaði engu,
ég vefengdi. Ég hafði enga vissu fyrir mér, en ég ásetti mér
að ganga úr skugga um þetta. Ég ásetti mér að fá fulla
vitneskju um, hvort Guð væri til eða ekki, og að breyta
samkvæmt því. Ég ásetti mér að komast að raun um, hvort
Biblían væri Guðs orð eða ekki, og að breyta í samræmi við
það. Og ég komst á fastan grundvöll í þessu efni. Ég sann-
færðist svo, að ég var ekki í minnsta vafa um, í fyrsta lagi að
Guð er til og í öðru lagi, að Jesús Kristur er sonur Guðs, og í
þriðja lagi, að Biblían er Guðs orð.
Nú er þetta ekki eingöngu sennilegt og ekki heldur einber
trú hjá mér, heldur algjör og óbifanleg vissa.“
Nú, Torrey er ekki eini maðurinn, sem hefir öðlast þessa
vissu, þúsundir annarra geta vitnað um nákvæmlega hið
sama, því miður hafa ekki allir verið eins hreinskilnir og
Torrey. Flestar þær raddir, sem vefengja orð Biblíunnar í
dag, bera keim af fordómum og ónákvæmri athugun. Sumir,
meir að segja stunda það að rangtúlka Guðs orð, og má
furðulegt telja, að það skuli ekki vera talið þeim til hnjóðs,
heldur hins gangstæða. Ef þessir menn tækju sér fyrir hendur
að meðhöndla veraldleg efni með sömu aðferðum, hvort sem