Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 7
NORÐURIJÓSIÐ
7
HSXGXGXGKGKGXGKCMGVCGXSXGXGKGXGXGMGXCIXGXGXGXGXM
Við höfðum rétt nýlokið ráðstefnu. Hún var haldin af fólki,
sem starfar meðal heyrnarleysingja. Við höfðum líka heyrn-
arlaust fólk, sem langar til að starfa í söfnuðinum og í
sunnudagaskólanum. Þetta var sannur blessunar tími, og ég
held, að við öll höfum lært talsvert mikið. Ég veit, að þið, sem
lesið þessa grein, starfið ekki öll á meðal heyrnarlauss
fólks. . . . Við höfðum þarna safnarhirðinn Mike Bates frá
Florida. Hann starfar mikið meðal heyrnarlausra og rekur
skóla handa þeim. Ræður hans og fleiri voru teknar upp á
segulbönd, sem þið eigið kost á að eignast.
Hann ræddi um samstarf við safnaðarhirðinn. Sannarlega
veit hann, um hvað hann er að tala. Hann starfaði meðal
heyrnarlausra áður en hann varð hirðir. Þekkir hann báðar
hliðar málsins. Hann sagði líka: Ef ég brigðist? Það var alveg
geysilegur fyrirlestur.
Það gleður mig svo, að á ráðstefnunni var bæði fólk, sem
hafði heyrn og heyrnarlaust. Mjög mikið elska ég heyrnar-
laust fólk. Minn áhuga vekur það mjög. Það er mest hrífandi
og elskulegasta fólk í heimi. Furðulegt finnst mér, að kær-
leikur minn til þess vex ár frá ári. Ég þrái meir og meir að
hjálpa því.
Oft er það, er ég tala við einhvern um manneskju, sem er
heyrnarlaus, að ég lýk því samtali með því að segja: Áreið-
anlega elska ég þann dreng. Eða sé það telpa: Hve yndisleg
telpa! Ég er svo ánægð yfir því, að við höfum getað hjálpað
henni.