Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 47
NORÐURIJÓSIÐ
47
hús með gluggum, sem sneru að firðinum, seldi aðgang að
þeim. Skáld á Akureyri víðfrægði þessa athöfn með vísu, sem
var kveðin í mörg ár á eftir. (Eitt orð þó afbakað. S.G.J.)
Gerðu það börn á götunum. Áður en skírnin fór fram pré-
dikaði Larsen yfir þessum mannmúg, en ég túlkaði.
Rétt um þetta leyti fékk Larsen bréf frá föður sínum. Var
efni þess, að hann biður hann að koma heim hið fyrsta til að
taka þátt í kaupsýslustarfi hans. Bæði vissu þau, að mjög var
líklegt, að allt yrði gert til að skilja þau að; að harðar ofsóknir
biðu þeirra, frá lúterskum ættingjum, sérstaklega hennar
ungfrú Christiansen. Ákváðu þau, að þau skyldu ganga í
hjónaband áður en þau færu. Ekki mátti annað heyrast en að
ég bindi hnútinn.
Áður en dagurinn hafði verið ákveðinn gerðist óvænt at-
vik. Síðdegi nokkurt sat Larsen og drakk te hjá mér. Heyrð-
um við þá óvenjulegan hávaða úti fyrir húsinu. Þar sem
honum linnti ekki, fór ég frá borðinu til að rannsaka hann.
Mér til furðu sá ég fjölda fólks, er bæði ýtti á og tróð sér nær
salardyrunum. Náði röðin niður allar tröppur. (Líklega 20
þá. S.G.J.). Gekk ég nær og spurði, hvað væri um að vera?
Hvað, ætlar ekki Larsen að gifta sig í dag? hrópaði einhver,
sem var í fremstu röð. Ég staðhæfði, að svo væri ekki, — að
hjónavígslan yrði auglýst í blöðunum, er ákveðið væri,
hvenær hún færi fram.
Ég sneri aftur að teborðinu og tjáði Larsen, að hann yrði
að halda opinbert brúðkaup. Seinna komumst við að því, að
æringi nokkur hafði látið berast út um bæinn þær fréttir —
stílaðar sem tilkynningar okkar um venjulegar samkomur —
að ákveðinn dag, kl. 5 síðdegis yrðu ungfrú Christiansen og
hr. Larsen gefin saman í heilagt hjónaband í Sjónarhæðarsal.
— Allir velkomnir. Öll sæti ókeypis. Engin samskot.
Er raunverulegi brúðkaupsdagurinn rann upp, þá var sem
storm-áhlaup hefði verið gert á staðinn. Er salurinn hafði
fyllst svo af fólki, að ekki komust þar fleiri inn, þá réðist
fólkið inn í húsið okkar, en í því voru dyr að salnum. Neitaði
það að hreyfa sig úr sporunum. Áttum við erfitt með að halda
lausu sæti fyrir bæjarfógetann. En íslenskum lögum sam-
kvæmt varð hann að vera viðstaddur, svo að hjónavígslan