Norðurljósið - 01.01.1984, Side 47

Norðurljósið - 01.01.1984, Side 47
NORÐURIJÓSIÐ 47 hús með gluggum, sem sneru að firðinum, seldi aðgang að þeim. Skáld á Akureyri víðfrægði þessa athöfn með vísu, sem var kveðin í mörg ár á eftir. (Eitt orð þó afbakað. S.G.J.) Gerðu það börn á götunum. Áður en skírnin fór fram pré- dikaði Larsen yfir þessum mannmúg, en ég túlkaði. Rétt um þetta leyti fékk Larsen bréf frá föður sínum. Var efni þess, að hann biður hann að koma heim hið fyrsta til að taka þátt í kaupsýslustarfi hans. Bæði vissu þau, að mjög var líklegt, að allt yrði gert til að skilja þau að; að harðar ofsóknir biðu þeirra, frá lúterskum ættingjum, sérstaklega hennar ungfrú Christiansen. Ákváðu þau, að þau skyldu ganga í hjónaband áður en þau færu. Ekki mátti annað heyrast en að ég bindi hnútinn. Áður en dagurinn hafði verið ákveðinn gerðist óvænt at- vik. Síðdegi nokkurt sat Larsen og drakk te hjá mér. Heyrð- um við þá óvenjulegan hávaða úti fyrir húsinu. Þar sem honum linnti ekki, fór ég frá borðinu til að rannsaka hann. Mér til furðu sá ég fjölda fólks, er bæði ýtti á og tróð sér nær salardyrunum. Náði röðin niður allar tröppur. (Líklega 20 þá. S.G.J.). Gekk ég nær og spurði, hvað væri um að vera? Hvað, ætlar ekki Larsen að gifta sig í dag? hrópaði einhver, sem var í fremstu röð. Ég staðhæfði, að svo væri ekki, — að hjónavígslan yrði auglýst í blöðunum, er ákveðið væri, hvenær hún færi fram. Ég sneri aftur að teborðinu og tjáði Larsen, að hann yrði að halda opinbert brúðkaup. Seinna komumst við að því, að æringi nokkur hafði látið berast út um bæinn þær fréttir — stílaðar sem tilkynningar okkar um venjulegar samkomur — að ákveðinn dag, kl. 5 síðdegis yrðu ungfrú Christiansen og hr. Larsen gefin saman í heilagt hjónaband í Sjónarhæðarsal. — Allir velkomnir. Öll sæti ókeypis. Engin samskot. Er raunverulegi brúðkaupsdagurinn rann upp, þá var sem storm-áhlaup hefði verið gert á staðinn. Er salurinn hafði fyllst svo af fólki, að ekki komust þar fleiri inn, þá réðist fólkið inn í húsið okkar, en í því voru dyr að salnum. Neitaði það að hreyfa sig úr sporunum. Áttum við erfitt með að halda lausu sæti fyrir bæjarfógetann. En íslenskum lögum sam- kvæmt varð hann að vera viðstaddur, svo að hjónavígslan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.