Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 153
NORÐURIJÓSIJ)
153
safn föður míns höfðu staðið fyrir fáum augnablikum síðan.
Móðir mín rak upp hátt hljóð, þegar hún sá opið á veggn-
um, og rústirnar hinumegin. Ég hindraði hana nærri þvi með
valdi frá að fara lengra, og hélt áfram gætilega.
Faðir minn lá einhversstaðar innan um rústirnar. Var
hann lífs eða liðinn? Hafði hann verið kallaður burt til að
standa Drottni reikningsskap? Þessi hugsun var mér of
hræðileg, og ég hrasaði aftur og aftur um hrundu bjálkana.
Þakið hafði dottið inn og veggirnir sumstaðar látið undan.
Bækur,‘sundurtættur hálmur, bjálkar og brotin húsgögn lágu
í haugum á gólfinu, en hin dimmu miðnæturský mynduðu
nú eina þakið, og stormurinn og regnið lömdu mig misk-
unnarlaust meðan ég staulaðist áfram.
En ég hugsaði ekki um annað en föður minn, og ég hélt
áfram og kallaði um leið:
„Faðir minn, faðir minn! Hvar ert þú? Ert þú meiddur?
En ég fékk ekkert svar, nema þyt stormsins í skógar-
trjánum. Ég leitaði hingað og þangað og þorði varla að róta
við brotnu viðunum, af ótta fyrir því, að veggirnir eða það,
sem eftir stóð af þeim, mundi hrynja. Loksins heppnaðist
mér einhvern veginn að komast þangað, sem skrifborð og
stóll föður míns höfðu vanalega staðið. Ég skýldi lampanum
svo vel sem ég gat gegn storminum og laut niður yfir rúst-
irnar. Og ég rak upp hátt hljóð, er ég kom auga á náfölt andlit
föður míns. Hann lá meðvitundarlaus undir rústunum.
Ég lagði hendina á aðra kinnina á föður mínum; hún var
volg, og ég fór að vona að hann væri með lífsmarki. En hann
lá undir þakrústunum, og einn af þungu bjálkunum, sem
höfðu haldið gamla loftinu uppi, lá yfir brjóst hans, og þrýsti
honum að jörðu.
Ég stundi sáran er ég sá hinn ægilega þunga, sem lá á
honum. Jafnvel þó hann, ef til vill, væri lifandi, mundi hann
taka mjög mikið út, og líklega mundu meiðslin gera hann að
örkumlamanni alla æfi. í sama bili fann ég að einhver lagði
höndina á öxl mér. Það var móðir mín, og Betsey stóð fyrir
aftan hana, skjálfandi af hræðslu.
Við fórum þegjandi að reyna að bjarga hinum meðvit-
undarlausa manni. Stormurinn og regnið lömdu hann