Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 82
82
NORÐURIJÓSIÐ
Jesúm að eiga það, sem eftir væri af ævi sinni, sem hann
hafði stórskemmt með því að þjóna syndinni og Satan.
Jesús segir aldrei „Nei“ við syndugan mann, en ef til vill
hugsar hann á þessa leið: „Ég skal taka við þér, eins og þú ert,
en — ó, að ég hefði fengið þig, eins og þú varst, þegar þú
varst ungur.“ Ef þessi aldraði maður hefði gefið Drottni Jesú
ævi sína, meðan hann var ungur, hve miklu betra hefði það
verið fyrir hann sjálfan. Hann hefði gert Guði svo miklu
meira gagn.
Jesús kallar á ykkur, drengir og stúlkur, í dag, núna. Hann
vill fá ykkur eins og þið eruð. Vilt þú ekki festa traust þitt á
honum núna? Þú skalt ekki láta það dragast lengur.
Nú skulum við biðja saman:
Á ævi minnar árdagsstund,
með æskuglaðri, frjálsri lund,
ó, Kristur, á þinn kærleiksfund
nú kem ég sem ég er.
Amen.
Spumingar og svör
Spurning.
Burtséð frá kröfum uppfyllingar spádóma, hvers vegna
skyldi meyjarfæðing Jesú Krists hafa verið nauðsynleg?
Svar: Að minnsta kosti eru tvær ástæður, sem má benda á,
er gjörðu það nauðsynlegt, að Drottinn Jesús væri fæddur af
meyju: Önnur lýtur að endurlausnar verki hans, hin að rétti
hans til hásætisins.
Hin fyrri snertir eðli Drottins Jesú Krists. Til að leysa af
hendi hlutverk endurlausnarans varð hann, af því að mað-
urinn hafði syndgað, að verða maður, og Guð, ef hann vildi
verða fullnægur frelsari allra, sem vildu veita honum við-
töku. Einn maður, hversu góður sem hann var, gat ekki dáið
fyrir alla. Svo að Guð varð að verða hold og að búa á meðal
vor. En hann gat ekki orðið hluttakandi í syndugu eðli
mannsins, sem maðurinn eignast við fæðinguna, tekið að