Norðurljósið - 01.01.1984, Blaðsíða 157
NORÐURI.JÖSIÐ
157
komum að limgerði skammt frá, svo að hliði, og loks að húsi
einu.
„Rauða húsið,“ hrópaði ég alveg rugluð. „Hvað er þetta?
Ég hélt að enginn byggi hér; það er sagt að hér sé reimt.“
„Vér sem höfum Jesúm Krist með oss, þekkjum ekkert til
slíkrar eimskulegrar hjátrúar. „Rauða húsið,, var autt,
þangað til síðastliðna viku. Nú er það heimili okkar móður
minnar.“
Meðan hann talaði, leiddi hann mig inn í stórt gamaldags
herbergi. Þar inni stóð kona ein, hvít fyrir hærum, en með
þeim góðlegasta svip, sem ég hefi nokkurntíma séð. Hún var
í morgunslopp, og með stórt sjal á herðunum, og þegar hún
gekk til mín til að heilsa mér, ljómaði andlit hennar af
ástúðlegu brosi.
„Mamma,“ sagði ungi maðurinn og bar ört á, „þetta er
Miss Etheridge, sem ég hitti á sunnudaginn. Annastu um
hana meðan ég flýti mér til þorpsins. Hún mun útskýra fyrir
þér, hvernig á ferðum hennar stendur."
Hann hvarf á augabragði og skildi okkur eftir einar.
Gamla konan vildi ekki láta mig segja sögu mína, fyrr en ég
hafði farið úr votu fötunum og í föt af henni í staðinn, mjög
einkennileg útlits og skrítilega sniðin, en þægilega hlý og
þurr.
Þá sagði ég henni allt af ferðum mínum, og hún faðmaði
mig að sér og sagði:
„Barnið mitt! Guðleg forsjón hefir leitt þig í nótt, eins og
á sunnudaginn. Clive, drengurinn minn, sagði mér hina
undursamlegu sögu af samfundum ykkar í dalnum.“
„Ójá,“ svaraði ég, „hann gerði mér það allt svo auðskilið.
Mér finnst svo indælt að tilheyra Jesú, lífið hefir þessa viku
verið allt öðruvísi en áður. Ó, aðeins að foreldrar mínir
þekktu hann líka.“
Hún kyssti mig blíðlega og sagði:
„Hver veit nema þetta slys sé hjálpræðisvegur Drottins.
Stundum sér hann það eina ráðið að gera enda á starfsömu
lífi um tíma, til að ónýta mótstöðu mannlegs hroka.“
Meðan við biðum, sagði hún mér með fáum orðum frá
tildrögunum til þess, að þau mæðgin settust að í „Rauða