Norðurljósið - 01.01.1984, Side 155

Norðurljósið - 01.01.1984, Side 155
NORÐURLJÓSIÐ 155 til að sjá að sér; hann, sem hafði boðið byrgin mætti Guðs, og sem, áður en orðin úr penna hans voru þornuð, var varpað til jarðar. Eftir hér um bil hálfa klukkustund, fór ég að hugsa um, að ég hefði átt að vera komin út í skógarjaðarinn, og á aðal- veginn, sem lá til þorpsins. En allt í kringum mig var þéttur skógur, sem ég sá hvergi út úr. Ég varð óróleg. Var það mögulegt, að ég hefði vilst í myrkrinu? Mér fannst hjartað hætta að slá af skelfingu við þessa hugsun. Ég gat vel haldið áfram mílu eftir mílu, og aldrei fundið aftur þá slóð, sem ég hafði týnt, reikað hring eftir hring árangurslaust, þangað til dagur rann. Og faðir minn hafði slasast svo, að hann sýndist dauðvona. Ef til vill yrði svo komið áður dagur rann, að mannhjálp gæti ekki lengur náð til hans. Þessi hugsun veitti mér þrek til nýrri tilrauna, og ég hóf aftur göngu mína. En eftir fjórðung stundar var ég ekkert nær þjóðveginum en áður. Ég var orðin rammvilt þarna inni í hinu mikla skógarþykkni. Þótt hásumar væri, var koldimmt undir hinum þéttu skógartrjám. Það var ekki langt til dögunar, en ég vissi, hvað það gat haft í för með sér að missa þessu dýrmætu augnablik. Og þegar sú hræðilega hugsun, að ég væri orðin vilt, náði tökum á mér, hrópaði ég aftur og aftur í angist minni svo bergmálaði gegnum skóginn: „Ó, Guð minn, bjargaðu mér! láttu mig komast á rétta leið vegna föður míns!“ Að stundarkorni liðnu, — mér til undrunar, — heyrðist mér að hrópi mínu væri svarað úr fjarlægð. Gat það verið, að einhver hefði heyrt til mín? Hafði ég verið svo heppin að koma nálægt einhverju af smábýlunum í skóginum? Ennþá einu sinni veitti vonin mér nýjan þrótt, og ég hrópaði svö hátt sem ég gat á hjálp. Já, í þetta sinn skjátlaðist mér ekki; einhver hafði heyrt til mín; einhver svaraði mér, og ég heyrði þessi orð álengdar: „Herðið upp hugann. — Ég kem!“ Ég stóð kyrr stundarkorn. Síðan fór ég að þreifa mig áfram milli trjánna í áttina, sem hljóðið kom úr, og loks sá ég daufa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.