Norðurljósið - 01.01.1984, Síða 25

Norðurljósið - 01.01.1984, Síða 25
NORÐURIJÓSIÐ 25 Halló er það Guð á himnum? Það er Pétur Ström. Ég bý í Vatnsgötunni númer 15 á loftinu móti garðinum. En það veist þú efalaust.“ Hann stansaði örlítið milli hverra setn- inga, eins og hann hafði heyrt frú Holm gera. „Það er margt, sem okkur vantar heima, og sem ég vil biðja þig að gera svo vel að senda okkur. Stóri bróðir liggur veikur og verður að hafa eitthvað styrkjandi, hefir læknirinn sagt, en mamma hefir ekkert að kaupa fyrir. Rut, systur mína, vantar ný föt. Skó þarft þú ekki að senda henni, því þá hefi ég keypt í staðinn fyrir nýja húfu handa sjálfum mér, þvi að gamla húfan hans pabba, sem ég nota getur dugað í vetur. Smjör, brauð, mjólk og lítið eitt af fleski vantar okkur til jólanna. Jólatré hefði líka verið gaman að fá, sérstaklega handa litlu systur. Og mamma, vesalings mamma, hana vantar léttari vinnu, hefir læknirinn sagt. Gerðu svo vel að útvega henni hana. Ég er svo hræddur um, að hún verði veik og deyi frá okkur, þá höfum við engan. Pabbi er hjá þér. Vertu svo góður að senda okkur allt þetta á morgun, aðfangadag. Þú ert svo ríkur og ræður öllu og svo góður og fullur af kærleika og hefur svo marga engla að senda. Endilega að muna að senda eitthvað styrkjandi handa stóra bróður. Heilsaðu pabba.“ Pétur heyrði að hurð var lokið upp í herbergi við hliðina. Hann varð ákaflega hræddur um, að hann hefði gert eitthvað rangt og hengdi því símtólið á í skyndi, hljóp niður af skammelinu og fór aftur að dyrunum til að standa þar. Frú Holm kom svo og fékk honum tómu körfuna og peningana, og fljótlega var Pétur á leið heim aftur. Mamma stóð og strauk þvott, föl og rauðeygð af gráti. Hana sveið að þrátt fyrir sinn besta vilja, gat hún ekki gert neitt jólalegt fyrir kæru börnin sín. Þau máttu gleðjast yfir, ef þau slyppu við að sitja svöng um hátíðina. Hvernig mundi fara, yrðu þau að gefast upp, hún og þau þrjú litlu? Eftir því sem kraftarnir minnkuðu, óx kjarkleysi hennar, og skýin virtust dekkri. Þessi nagandi kvíði fyrir óþekktri framtíð. Mundi Guð hafa gleymt henni? Heyrði hann ekki bæn lengur? Nú kom Pétur inn, rauður í kinnum af að stríða móti storminum og snjókomunni. Pakkann með skónum hafði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.