Norðurljósið - 01.01.1984, Side 145

Norðurljósið - 01.01.1984, Side 145
NORÐURIJÓSIÐ 145 Hádegisverðurinn var á enda, þessi stirðbusalega og reglubundna máltíð, ótrufluð af lífgandi viðræðum eða kærleikshótum, og Betsey, miðaldra, einstæðingslega vinnu- konan okkar, var búin að taka af borðinu, og farin til her- bergis síns, til að fá sér blund. Faðir minn var í lesstofu sinni, og móðir mín sýndist uppgefin og hvíldi sig, og ég var alein eins og vanalega. Bráðlega komst ég út í skóginn og staðnæmdist í rjóðri einu, sem fullt var af mjúkum mosa og burknum, og þar hugðist ég að geta verið alein og ótrufluð. Þar fleygði ég mér endilangri niður í grasið, opnaði Biblíu mína við þau orð í öðrum kapitula Hebrea-bréfsins, sem ég hafði þegar heyrt tvisvar um daginn, og las allan kapitulann, en einhvernveginn gat ég ekki fylgst verulega með. „Það hlýtur að vera eitthvað, sem ég verð að komast und- an,“ hugsaði ég, „og það hlýtur að liggja einhver þýðing í þessu: að „vanrækja hjálpræðið.“ Er þar átt við það. að vanrækja kirkjugöngu? Eða er átt við það, að hirða ekki um að vera nógu góður?“ Ég hnyklaði brýrnar og fletti blöðunum tilgangslaust þangað til mér varð litið á aðra ritningargrein, er hljóðaði svo: „Af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trúna, og það er ekki yður að þakka, heldur er það Guðs gjöf; ekki af verkunum, svo að enginn stæri sig.“ „Hólpnir", — ekki yður að þakka“, — ekki af verkunum“. Ég endurtók orðin upphátt og bætti við: „Hvernig geta menn þá orðið hólpnir? Móðir mín segist vilja að ég komi til Krists, en hún hafnaði honum sjálf, svo hún getur ekki leitt mig til hans. Ó, að einhver vildi koma og leiðbeina mér!“ Þá skrjáfaði allt í einu í runnunum efst í hamrabeltinu, sem slútti yfir skógardalinn minn; síðan heyrði ég klifur og að einhverjum varð fótaskortur. Og áður en ég gat sprottið á fætur til að vita, hvað um væri að vera, sá ég eitthvað gráleitt hrapa niður, lengra og lengra, innan um þétta nýgræðinginn, í áttina til mín. Mér varð svo bilt við, að ég gat ekki rótað mér. Hvað gat
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.