Norðurljósið - 01.01.1984, Side 41

Norðurljósið - 01.01.1984, Side 41
NORÐURIJÚSIÐ 41 dagskvöldum, en voru nú fluttar á þriðjudagskvöld. Fólkið, sem gekk framhjá salnum á mánudagskvöldið, sá, að hann var ekki uppljómaður. Þar með flaug af stað sú fregn: að við héldum bænasamkomur í myrkri. Höfundur leikritsins, er var framgjarn, setti á svið það, sem hann hélt að væri bænasamkoma. Á gólfinu veltu leikendur sér með afkárahætti. Ljósið var dauft, guðræknilegt ljós. Fólkið flutti kímilegar bænir. Mannfjöldinn, sem var í Sam- komuhúsinu, öskraði alveg af hlátri. Maðurinn, er sá um þessa samkomu, var séra Gaukur, orðaleikur með nafnið mitt, Gook. Einn af þeim, er horfðu á, var ungur, danskur maður, sem kominn var nýlega frá Kaupmannahöfn. Helstu kaupmenn á Akureyri höfðu fengið hann hingað, til að stofna klæð- skera-deild. Það voru nýir, íslenskir kunningjar hans, er boðið höfðu honum með sér í leikhúsið. Vér viljum kalla hann Larsen. Það er ekki hið rétta nafn hans, en það nægir tilgangi sögunnar, en sönn er hún í alla staði. í æsku sinni hafði hann játað að hafa snúið sér til Krists. En fráfallinn hafði hann verið nú í nokkur ár, úti langt á vegum syndar. Aldrei hafði hann séð nokkuð líkt þessu! Jafnvel á hinum auvirðilegustu skemmtistöðum, sem til eru í Danmörku, þar yrði ekki gert svo óskammfeilið gys að guðlegum hlutum. Ekki gat vor ungi vinur skilið íslensku. En hann gat séð, hvað skrípaleiknum var ætlað að tákna. Og honum blöskraði, að samfélagshópar þeir, sem hann var nú kominn í á Akureyri, skyldu hafa gaman af slíku guðlasti. Á bænasamkomum hafði hann verið sjálfur — á betri árum. Skelfdur og stunginn af blygðun ákvað hann, að slíta öllu samfélagi við félagsskap þennan, er var svo guðlaus. Ákafur spurði hann, hver sá væri, sem skopast var að, og hvar hann ætti heima? Ég verð að finna þennan mann, er hefur upp merki Krists í kringumstæðum svo óguðlegum, sagði hann við sjálfan sig. Það er eina vonin mín. Mánudagsmorgunn kom. Mátti þá líta prúðbúinn, ungan mann — þótt hann hugsaði mikið um, að enginn sæi hann, — ganga um götuna fram og aftur, er trúboðshúsið stendur við, þrisvar eða fjórum sinnum. Tækifærið greip hann, er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.