Norðurljósið - 01.01.1984, Side 132

Norðurljósið - 01.01.1984, Side 132
132 NORÐURIJÓSIÐ Hún tók mig í faðm sér og mælti nokkur ástarorð í hálfum hljóðum. Síðan festi hún á mig fallega brjóstnál úr gulli, og var fagurlega grafið á hana skrítna og skemmtilega nafnið, sem hún hafði gefið mér — „Villiblómið“. Hið rétta nafn mitt er María Etheridge, en móðir mín hefir jafnan nefnt mig þessu gælunafni, síðan ég var barn. Eftir að við komum í húsið í skóginum, greip mig regluleg ástríða til að grafa upp hvert villiblóm, sem mér tókst að flytja, og gróðursetja það í garðinum okkar. Einn dag komst það upp, hvað ég hafði fyrir stafni, og öll fallegu blómin mín voru slitin upp úr beðunum og ég grét og andvarpaði sáran yfir hálfvisnaðri blómahrúgunni á garðsstígnum. Þar fann móðir mín mig, og ég bað þess milli gráthvið- anna, að ekkert annað en villiblóm fengi að spretta í garðin- um. Móðir mín svaraði rólega og einbeittlega, að það gæti ekki orðið en ég hafði barnalegt dálæti á öllu því, sem spratt viilt og afskiftalaust, og gat ekki skilið ástæðuna til þessa og tók til að gráta og stynja á ný. Þá tók móðir mín mig í faðm sér og mælti blíðlega: „Hvað er þetta, María min! Þú virðist elska villiblóm meira en allt annað. Upp frá þessu skal ég kalla þig litla villiblómið mitt.“ Einhvern veginn var því þannig varið, að nafnið hafði huggandi áhrif á mig, og það sem var enn undarlegra, það festist við mig og gerði sambandið milli okkar móður minnar skemmtilegra og innilegra. Eins og nærri má geta, gladdist ég mjög yfir gjöfinni, sem bar þetta nafn, og eftir að ég hafði ausið yfir hana þakklæti og kysst hana lengi og ástúðlega, sagði ég: „Þú ert sú eina, sem kallar mig „Villiblómið“. Faðir minn gerir það aldrei.“ Við þessi orð brá móður minni svo mjög, að það var eins og dimmur skuggi hefði hrakið brott hvern sólargeisla. Mér varð bilt við, því þó hún væri jafnan undarlega sorgbitin að sjá, hafði ég aldrei séð slíkan angistarsvip á andliti hennar. „Mamma, hvað er þetta? Hvað hefi ég sagt?“ Móðir mín reyndi, auðsjáanlega með miklum erfiðismun- um, að stilla sig, og mælti með skjálfandi röddu:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.