Vísir - 14.12.1960, Qupperneq 29

Vísir - 14.12.1960, Qupperneq 29
LITIfl IIM ÖXL Árið 1910, þegar „Vísir til dagblaðs“ hóf göngu sína, var ásýnd höfuðstaðarins og að vísu þjóðlifsins alls með ólikum hætti og nú. íbúatala Reykjavíkur var þá i árslok 11600, en landsins 85660, helmingurinn af því, sem hún er nú, og hafði fjölgað um nær fimmtung síð- ustu 20 árin, þrátt fyrir Vesturheimsferðir. Fjöldi höfuðstaðarbúa liafði aftur á móti þre- faldast á sama tíma og er það lilutfallslega örari vöxtur en nokkru sinni hefur orðið sið- ar. Mikil gróandi var i þjóðlifinu eftir að stjórn landsins varð innlend, einkum í Reykja- vik, þar sem togaraútgerðin var að leysa segl- skip og árabáta af hólmi og gaf stórfé í aðra hönd. Hugur manna beindist að verklegu fram- taki og hvers kyns framförum. Eftir að mikilli orku liugsjóna og eldmóðs hafði um alllangt skeið verið eytt í flokkadeilur um réttindi íslands gagnvart Danmörku, þar sem stund- um var deilt um keisarans skegg, þvi að allir voru sammála um aðalatriðin, frelsi lands og þjóðar. Af mikilli bjartsýni var ráðist i stór- fyrirtæki, eins og lagningu síma yfir liálft landið, vatnsveitu fyrir Reykjavik, og var þetta að vísu hvort tveggja mjög umdeilt, ennfrem- ur stórbyggingar eins og Landsbókasafnið og Vifilsstaðahæli. Menn höfðu litla æfingu i meðferð stein- steypu á þessum árum, ekki önnur flutninga- tæki til aðdrátta eh hestkerrur, urðu að hraera alla steypublönduna á flekum með handskófl- um og hala hana upp á efri hæðir i fötum með handafli. Þó var Vífilsstaðahæli steypt UPP °g gert foklielt vorið og sumarið 1909, en tekið til notkunar í september 1910. Þetta var að vísu einfaldara hús en spitalar nútím- ans, en menn voru heldur ekki að dunda við slika byggingu i mörg ár. Byrjað var á Vatns- veitunni 1908 og vatninu hleypt i húsin i júni vorið eftir. Byrjað var á byggingu gasstöðvar og lagningu gasæða i september 1909, hún full- búin i júlí sumarið eftir og gasljósin kveikt á götum bæjarins um haustið, en steinolíu- luktirnar, sem áður hafði týrt þar á, lagðar niður. Holræsagerð var að mestu fullgerð á einu ári, 1911, byrjað á liafnargerðinni i marz 1914 og henni lokið í nóvember 1917. Þannig var staðið að verki á árunum kringum 1910. Það veitti ekki af að halda vel á spöðunum og vera samtaka, þvi að þessi kynslóð var fædd á miðöldum og var að stökkva inn i tuttugustu öldina í einni atrennu. Áður en þessar at- hafnir hófust, eða 1908, voru ekki önnur vatns- hól i bænum en brunnar, illa verndaðir fyrir i’firborðsvatni í leysingum, skólpi og sldt frá nágrannahúsunum, enda gróðrarlindir tauga- veiki og annars ófagnaðar. Tötrum búnir og óhreinir karlar og kerlingar báru svo vatnið í húsin. Salerni voru ekki önnur en útikamrar, en þá vantaði við mörg hús. „Eigendur áttu sjálfir að annast hreinsunina og fór hún oft í handaskolum. Mátti þvi á viðavangi, undir grjótgörðum og í fjörunni, oft sjá lieila hauga af mannasaur,“ segir Klemens Jónsson í sögu Reykjavíkur. Skólpinu frá liúsunum var liellt út á lóðina eða við aðalgötur bæjarins, svo sem Aðalstræti, Austurstræti og Laugaveg upp að Barónstíg, í „rennusteininn“, en það var alldjúp renna milli alcbrautar og gangstéttar, eða öllu heldur reiðgötu og gangvegs, sum- staðar byrgð með tréborði eða planka, og var afrennslið í Lækinn, sem rennur til sjávar úr tjörninni, neðan við Menntaskóla og Stjórnar- ráðshús. Hann var opinn, og bakkarnir hlaðnir upp úr grjóti, þar sem rotturnar áttu griðland í holum og gjótum. í blíðviðri lagði ódauninn úr þessum opnu ræsum með sumarblænum inn fyrir Elliðaár. Forn siður og nýr. Þessi skortur á heilbrigðismenningu og þrifn- aði er ekki svo undarlegur, sem flestum virðist nú. Um 1890 voru íslendingar jafn saklausir af að kannast við sýkla og sóttkveikjur eins og milljónir Indverja eru enn i dag. Past- eur liafði að vísu tekizt að færa sönnur á það 1864, gegn hatrammri mótspyrnu frægra prófessora, að sérhver fruma er af frumu get- in, og með þvi var kveðin niður kenningin um sjálfgetnað, það að lifsverur kviknuðu af EFTIR PÁL V. G. KOLKA f. héraðslækni sjálfu sér. Þetta varð upphaf að smiteyðingu (antiseptik) Listers og síðan smitgát (aseptik) von Bergmanns, sem er nú notuð við allar skurðaðgerðir og við heftingu næmra sjúk- dóma. Robert Koch hafði fundið berklasýkil- inn 1882 og kólerusóttkveikjuna 1884, en menn voru enn svo trúaðir á það, að ýmsir næmir sjúkdómar stöfuðu af „óhollum dömpum“, að Pettenkofer, frægasti prófessor Þýzkalands i heilbrigðisfræði, drakk seyði með nógu mörg- um kólerusýklum til að drepa heila hersveit og gerði það til þess að afsanna skaðsemi kól- erusýkilsins. Þetta gerðist 1891 og Pettenkofer hefur haft mikinn súr í maga, sem þessir sýklar þola ekki, svo að honum varð ekki meint af. Sagt er, að dr. Jónas Jónassen landlæknir, merkur maður á margan hátt, kennari íslenzkra lælcnanema i 30 ár, hafi lengst af verið vantrúaður á sóttkveikjur. Hann lét af störfum 1906 og dó 1910. Með honum hneig síðasti atkvæðamaður hins forna siðar innan læknisfræðinnar á íslandi. Kominn var nýr siður og nýir herrar. Svo undarlega vildi til, að fjórir bændasynir, jafnaldrar og samsýslungar, stunduðu nær samtímis læknisfræðinám við háskólann i Kaupmannahöfn og komu hingað heim til starfa á árunum 1892—97. Þetta voru Hún- vetningarnir Guðmundur Björnsson landlæknir og prófessorarnir Guðmundur Magnússon, Guðmundur Hannesson og Sæmundur Bjarn- héðinsson, allir afburðamenn, hver á sinu sviði, sem ólu upp nýja, islenzka læknastétt í anda þeirra miklu uppgötvana, sem gerðar höfðu verið og voru að gerast á sviði sýkla- fræði og handlækninga. Guðmundur Björns- son var kennari læknanema i 15 ár, hætti þegar Háskólinn var stofnaður 1911, hinir í um það bil 30 ár, en auk þess vöktu þeir al- menning til skilnings á betri heilbrigðismenn- ingu og voru frumkvöðlar að margháttaðri löggjöf í þá átt. Þeir stóðu, þegar hér var kom- ið, á bezta aldri, allir innan fimmtugs. Skal nú vikið að nokkrum þeim mannanna mein- um, sem þeir og lærisveinar þeirra fengu til að glíma við og verður þó rúmsins vegna ein- göngu vikið að þvi, sem er helzt sérkennandi fyrir ísland. Arfur örbirgðarinnar. Hóldsveiki, sem birtist í tveim myndum, sér eða blönduðum, limafallssýki og likþrá, er ævaforn sýki i Austurlöndum, enda getið í Gamla testamentinu. Hún var algeng i Evrópu Framhald á bls. 32. Laugarnesspitalinn. Afmælisblað YÍSIS VlSIR 50 ÁRA 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.