Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 25

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 25
Þróun íslenzkrar mynd listar Árið 1910 málaði Þórarinn B. Þorláksson olíumyndina Áning. Mynd þessi var árið eftir gefin Listasafni íslands og er hún fyrsta ís- lenzka málverkið, sem safnið eignast. Listasafn íslands hafði verið stofnað árið 1885, og í eigu þess voru aðeins 74 myndir, allar erlend- ar. Af þessu mætti ætla, að um þetta leyti hafi íslenzka þjóðin ekki átt neina starfandi mynd- listarmenn. En þá átti hún samt. Til eru frá þessu tímabili nokluir góð listaverk eftir ís- lenzka listamenn. Þegar fyrir aldamótin höfðu þeir Þórarinn B. Þorláksson, Einar Jónsson og Ásgrimur Jónsson farið utan til myndlistarnáms. Dvöld- ust þeir aðallega í Danmörku, en fóru í náms- ferðir til Þýzkalands, ítaliu og víðar. Jón Stef- ánsson hætti við verkfræðinám 1902 og gaf sig eftir það allan að málaralist. Stundaði hann 11167531 annars nám i París hjá Henri Matisse. Jóhannes S. Kjarval var byrjaður á listnámi í Kaupmannahöfn og London. Ásgrimur og Þórarinn liöfðu báðir haldið sýningar hér heima, og Ásgrímur hafði auk þess tekið þátt í sýningum á Gharlottenborg frá 1904. Eftir aldamótin birtust i dagblöðunum grein- ar um islenzka listamenn. Athygli vöktu grein- ar Þorsteins Erlingssonar um Ásgrim Jónsson i Þjóðviljanum 1906, grein Bjarna Jónssonar frá Vogi um Einar Jónsson i Ingólfi 1907 og grein Guðbrands Magnússonar um Kjarval í Austurlandi 1908. Ekki er hægt að segja að árið 1910 hafi orðið aldahvörf í islenzkri myndlist. Þau urðu uni aldamótin. Þegar Ásgrímur og Þórarinn fara að leita viðfangsefna i náttúrunni og mála myndirnar úti, þá liefst nýtt tímabil í mynd- list á íslandi. Þarna vorum við þó langt á eftir umheiminum. í Frakklandi máluðu Bar- bizon-málararnir úti i náttúrunni þegar um 1860, og nútimalist hafði skotið upp kollinum með Impressionistunum og Cézanne á árunum 1870—1880. Um aldamótin er svo Picasso farinn að mála og 1909 koma fyrstu kúbistisku málverkin á sjónarsviðið, en eins og við vitum, gjörhreyttu þau öllu viðhorfi listamannsins til viðfangsefnisins. Um 1910 máluðu listamenn okkar fyrst og fremst íslenzkt landslag, íslenzka náttúru á natúralistískan hátt. 1909 málaði Ásgrímur stóru Heklumyndina, sem nú er í Listasafninu, og málaði hana úti. Það er oft eitthvað unaðs- legt i túlkun íslenzkra málara á landinu okkar. Þeir fundu strax og túlkuðu liti islenzkrar náttúru, þó að viða brygði fyrir hinum danska skóla. Á öðrum tug aldarinnar færist aukið lif í þróun listmála á íslandi, og veldur því meðal annars aukinn stuðningur af hendi hins opin- bera. Alþingi liafði þegar veitt listamönnum nokkurn styrk og fóru þessar styrkveitingar stöðugt vaxandk En nú tekur Alþingi einnig að veita fé til listaverkakaupa fyrir safnið. Árið 1915 eru í fyrsta skipti keypt málverk til Lista- safnsins fyrir landsfé. Stóðu þeir Matthias Eftir Dr. Selmu Jónsdóttur Þórðarson og Sigurður Eggerz fyrir þeim kaup- um. Keyptar voru 5 myndir: 2 eftir Ásgrím, 2 eftir Þórarin og 1 eftir Kjarval. Eftir þetta veitti Alþingi á hverju ári nokkuð fé til lista- verkakaupa. Alþingi sýndi mikinn áliuga á listmálum 1914, þegar það samþykkti heimildarlög um að flytja verk Einars Jónssonar til íslands. Vonandi sýnir það Alþingi, sem nú situr, þann áhuga á listmálum að samþykkja þegar frum- varp það um Listasafn íslands, er nú liggur fyrir. Nú er safnið nær 75 ára gamalt og hefur verið starfandi opinber stofnun síðastliðin 10 ár, án sérstakra laga. Árið 1916 höfðu Matthías Þórðarson og Þórarinn B. Þorláksson forgöngu um stofnun Listvinafélags. En félag þetta gekkst siðar fyrir byggingu Listvinahússins og stóð fyrir sýningum þar. Það má einnig tcljast til viðburða á öðrum tug aldarinnar, að þá fara tvær íslenzkar konur utan til myndlistarnáms, þær Kristin Jónsdóttir og Júlíána Sveinsdóttir. Báðar stunduðu þær nám í Kaupmannahöfn. Um sama leyti stunduðu þar einnig myndlistarnám þeir Guðmundur Thorsteinsson og Ríkarður Jónsson. Þegar flett er dagblöðunum frá öðrum tug aldarinnar, sést að þau liafa talsverðan áliuga á myndlist. Oft er sagt frá málverkasýningum og jafnvel skrifaðir dómar um þær. Þarna er fyrst farið að gera myndlistina að eign þjóð- arinnar og meta að verðleikum þá menn, sem skara fram úr. Við lestur dagblaðanna fær fólkið vissa hlutdeild í þessum merka þætti menningarinnar. Um Kjarval er skrifað (Mbl. 1914): „Það er eins og listamaðurinn stundum í einni svipan festi öll tök á meginþáttum til- verunnar. Hugur lians klífur myrkrið eins og rafgeisli og sér langt yfir þá kynslóð, sem hann lifir með. Og þegar hann rýnir ráðgátur lífsins, birtast lionum á stundum hin yfirgripsmestu sannindi í einfaldri mynd“. Um eina af páska- sýningum Ásgrims stendur (Mbl. 1919): „Það er tilbreytnin og frumleikinn sem gefur list- inni líf, og á þvi má jafnan sjá listamanns- merkið, hvort verk hans ber vott um meira en það, sem almennt gerist, eða það, sem liann hefur séð“. Um fyrstu sýningu Jóns Stefáns- sonar hér lieima er skrifað (Visir 1920): „Aðal- atriðið sýnist fyrir lionum vera listaverkið, sem liann er að skapa, en ekki staðurinn, sem hann hefur fyrir framan sig.“ „Og þeir, sem halda, í 50 ár að hægt sé að þjóta upp til lianda og fóta, kaupa sér liti og léreft og mála listaverk, hefðu gott af að skoða málverk Jóns Stefánssonar niður i kjölinn“. Það má.ráða af dagblöðunum frá þessu tíma- bili, að þjóðin hafi verið sér þess meðvitandi, að fyrir henni lá sjálfstæði og framfarir á öllum sviðum. Kemur þetta fram sem glæsi- leiki og bjartsýni í afstöðunni til listmála og sem einhver óráðin spenna og líf í skrifum blaðanna. Allt þetta nær hámarki 1918 með raunverulegu sjálfstæði þjóðarinnar. Eftir 1918 streyma ungir íslendingar til myndlistarnáms erlendis. Nú liggur leiðin ekki aðeins til Danmerkur, heldur einnig til Noregs, Þýzkalands og Frakklands. Bæði Frakkland og Þýzkaland stóðu um þetta leyti mjög fram- arlega í myndlist. Þar voru starfandi listamenn eins og Picasso og Braque, Kandinski og Klee. Menn, sem lifðu, önduðu og kenndu nýjar listastefnur. Við tökum samt eftir því, að engin af þessum nýju stefnum berst hingað til ís- lands. Finnur Jónsson gerir reyndar á náms- árunum nokkrar myndir í nýjum stil, en hættir fljótt við það. Nýju stefnurnar lieilla ekki liina ungu íslenzku listamenn, það er aðeins íslenzka landslagið, sem heillar þó. Eiginlega verður þetta að kallast þröngsýni. Hér er málað landslag ofan á landslag, sumt mjög gott, en sumt líka miður gott. Þessir ungu menn máluðu ísland fyrst og fremst, hver á sinn hátt. Landið, sem nú var okkar land aftur. Þetta tímabil nær hámarki i íslenzku sýning- unni á Charlottenborg í desember 1927. Sýningin 'ó Cþarlottenborg 1927 var list- viðburður. Hún er fyrsta listsýningin erlendis af hálfu hins opinbera. Sýningin vakti mikla eftirtekt og hafði mjög örvandi álirif á ís- lenzka listamenn og þróun islenzkrar mynd- listar. Tildrög sýningarinnar voru þau, að blaðamaðurinn og listunnandinn Georg Gretor ferðaðist til íslands 1926 og lireifst mjög af íslandi og íslenzkri myndlist. Kom liann því til leiðar, að dönsku dagblöðin tóku að sér að kosta sýningu á islenzkri myndlist i Kaup- mannahöfn. En kostnað liér lieima tók íslenzka ríkisstjórnin að sér fyrir forgöngu Tryggva Þórhatlssonar. G. Gretor kom liingað aftur haustið 1927 og valdi hann ásamt Matthiasi Þórðarsyni myndir á sýninguna. Önnuðust þeir einnig uppsetningu sýningarinnar i Kaup- mannahöfn með Poul Uttenreiter, Jóni Þorleifs- syni og fleirum. Þátttakendur i sýningunni voru: Ásgrimur Jónsson, Finnur Jónsson, Guð- mundur Einarsson, Guðmundur Thorsteinsson, Gunnlaugur Blöndal, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Jón Þorleifsson, Júlíana Sveins- dóttir, Kristín Jónsdóttir, Sigurður Guðnmnds- son og Þórarinn B. Þorláksson. Sýningin var opnuð 10. desember i viðurvist konungslijón- anna, ráðherra og annars stórmennis. Af Is- lands hálfu mætti þarna, auk Matthíasar Þórð- arsonar, Sveinn Björnsson sendilierra. Blöðin skrifuðu óspart um sýninguna og birtu mynd- ir frá henni. Eitt hlaðanna segir: „Fremdriftens Brus giver den dens fængslcnde Iíarakter. Et Afmælisblað YlSIS VÍSIR 50 ÁRA 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.