Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 68

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 68
Magnús Víglundsson, ræðismaður: Samstaða iðnaðar og landbúnaðar Atorka og hyggindi segi sitt orð. Harðindaveturnir á ofanverðri 19. öld, og hungursárin, sem fylgdu í slóð þeirra, urðu þess valdandi, að allmargir islenzkir sveita- menn gengu af trúnni á hina íslenzku mold og fluttust til Vesturálfu, þar sem landnám stóð þá sem hæst. Þessir þjóðflutningar voru hinni islenzku fámennu þjóð tilfinnanleg blóð- taka. Fóstran góða, ísland„,grét með fölva á kinn," eins og þingeyski bóndinn og skáldið Guðmundur Friðjónsson lét um mælt i minnis- stæðum varnaðarorðum til landa sinna. Flestir íslenzku útflytjendanna hlutu stað- festu i landbúnaði Vesturálfu. Bandarikjamenn hafa byggt upp landbúnað sinn af miklu kappi og fyrirhyggju, og þeir lærðu fljótt að hagnýta nútíma véltækni til hins ýtrasta við landbún- aðarstörfin, enda eru þeir nú fremsta land- búnaðarþjóð heims. Hafa þeir náð undraverð- um árangri við framleiðslu landbúnaðarafurða, og samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég veit réttastar, vinna nii aðeins 4% bandarisku þjóðarinnar að framleiðslu samskonar land- búnaðarafurða og framleiddar eru á fslandi, og full 20% íslendinga starfa við. Er því þó við að bæta, að Bandaríkin flytja id landbán- aðarvörur til margra landa viða um heim. Óeðlilega langur tími leið þar til véltækni tóku að verða íslenzkum landbúnaði veruleg lyftistöng, og vorum við þar, illu heilli, á eftir mörgnm þjóðum. Er af þvi sérstök saga, og dapurleg. En a seinni árum, hafa islenzkir bændur sannariega ekki legið á liði sínu, fremur en bræður þeirra, landnemarnir vestan hafs. Framleiðsla landbúnaðarins hefur aukizt stórlega, jafnframt því, sem þeim fækkar stöð- ugt sem landbúnaðarstörf vinna. Véltæknin hefur hér ekki látið sig án vitnisburðar. Tvennt er íslenzkum landbimaði nauðsyn- legast: góður markaður fyrir afurðir sínar við sjávarsiðuna, og að efla iðnað, sem byggi á landbúnaðarafurðum sem hráefni. Á siðari árum hefur öðru hvoru orSið vart erfiðleika á sölu íslenzkra landbúnaðarafurða. Nokkrum útflutningi hefur verið haldið uppi, en yfirleitt með mjög háum fjárstyrk (niður- greiðslum), og getur landbúnaðurinn með engu móti byggt tilveru sína á svo óöruggri aðstöðu til frambúðar. Hér verður affara- sælast að nýta betur innlendan markað, og öllum er ljóst, að hægt væri að selja innan- lands t. d. miklu meira magn dilkakjöts, ef verðið væri dálitið lægra. — Hygg ég, að far- sælla væri,; að nota það fé, sem nú er varið til að^greiða niður kjöt til útflutnings, heldur til áð lækka kjötverðið fyrir hinn innlenda markað. Auk þess þarf að auka framleiðslu hverskyns neizluvara, sem byggir á landbún- aðarvörum sem hráefni. Hér þurfa landbúnað- ur og iðnaður að starfa saman. Og hinar .fjölmennu stéttir iðnaðarfólks við sjávarsíðuna eru, svo sem að líkum lætur, helstu kaupendur afurða landbúnaðarins. Sé afkoma iðnaðarins góð, nýtur landbúnaðurinn ákjósanlegs öryggis um sinn hag. Þeim, sem stjórna málum þjóðarinnar, má því vera Ijóst, að með því að styðja málstað iSnaSarins, eru þeir unvleið að tryggja að- stöðu og framtíð landbimaðarins. Vonandi er, að skilningur á þessari augljósu staðreynd megi vaxa og vara á komandi timum. Það hæfasta heldur velli. Svo sem aS líkum lætur, eru hin nýju viðhorf í efnahagsmálum íslendinga almennt umræSu- efni manna á meðal, og sýnist þar sitt hverjum, sem telja má eðlilegt. Einnig ég hefi leitast við að mynda mér heillega skoSun á því viS- horfi, sem almennt muni skapast viS fram- kvæmd hinnar nýsettu efnahagsmálalöggjafar, og er sú niSurstaða í sem fæstum orðum þessi: Hver sú starfsemi i búi þjóðarinnar, hvort sem um er að ræða sveitabúskap, iðnrekstur, vatnsaflsstöSvar, á Hornbjargi og Gelti nægjan- legar til upphitunar og heimilishalds og einnig til lýsingar i vitanum. . Þá hefir mikil breyting orðið á vitabygg- ingunum sjálfum. Hvcrt tímabil ber merki síns ákveðna byggingarlags, eh stöðug þróun hefir átt sér stað, þannig, að nú vitum við hvað ber að varast og hvaS hentar bezt okkar hörðu veðráttu. Landsvitarnir, þ. e. þeir vitar, sem rikið rekur nú að öllu leyti, eru nú 111, en auk þess er fjöldi hafna- og innsiglingavita, sem byggðir hafa verið á vegum vitamálastjórnarinnar, en reknir á kostnað viðkomandi bæjar- eða sveit- arfélags. Þá er ógetið fjölda sjómerkja, sem vita- málastjórnin hefir sett upp og annast rekstur á, auk annara verkefna, sem henni hafa verið falin og skyld mega teljast, svo sem sjómælingar, sjó- kortagerð og leiðbeiningar til sjófarenda. Þótt ljóshringurinn um landið hafi lokast og margt hafi unnist á undanförnum árum, er enn það mikið ógert til öryggis siglinga við hinar löngu strendur íslands, aS um ófyrirsjáanlegan tíma munu næg verkefni biSa úrlausnar . Ný og þýSingarmikil siglingatæki hafa kom- iS fram, sem auSvelda sjófarendum siglingu í dimmum og vondum veðrum, en samt eru og verSa leiSarljósin þaS sem bezt verður treyst. Reynt er af fremsta megni að fylgjast með þeim nýjungum, sem liklegar mega teljast að auki óryggi sjómanna og notfæra sér reynslu annara eftir þvi sem tækifæri og fé leyfa. Má vænta að mikilla framfara sé skammt að biða. Öryggið er þýðingarmesti þáttur vita- þjónustunnar og á þeim kröfum, sem til þess eru gerðar, má aldrei slaka. Ég get ekki sagt svo frá starfrækslu vita landsins að ég minnist ekki vitavarðanna, sem viS erfiðar aðstæður hafa rækt sin trúnaðar- störf af stakri samvizkusemi og árvekni, og á engan hátt hlift sér eða sparað krafta til að tryggja öryggi skipa og sjófarenda við strendur íslands. ASalsteinn Júlíusson. útgerð, verzlun eða annað, sem undanfarna tíma hefur veriS staSið aS af atorku, fram- sýni og um fram allt virðingu fyrir vinnunni og árangri hennar, mun er frá líður fá enn aukin skilyrSi til áframhaldandi heillavænlegr- ar þróunar. Forsenda þessa er þó að sjálf- sögðu sú, að framkvæmd hinna nýju laga- setninga verði mótuð af velvilja og góðum 'Skilningi, með raunverulegt jafnrétti atvinnu- veganna að leiðarljósi. En þar sem hinir ofangreindu eiginleikar eru ekki fyrir hendi, og umfram allt þar sem ráðamenn og trúnaðarmenn við hverskonar atvinnustarfsemi hafa hliðrað sér hjá að taka ærlega til hendi, og gefa þar með samstarfs- fólki almennt gott fordæmi, í þeim tilfellum (því miður of mörgum hjá okkur), mun hin nýja efnahagsmálalöggjöf ekki gera reiknings- skil við slóðaskap og sýndarmennsku æskileg, heldur felur löggjöfin i sér afdráttarlausa kröfu um þau reikningsskil. Og verði þeirri sjálfsögðu og eðlilegu kröfu fullnægt, er ástæðulaust að bera kvíðboga fyrir framtíð islenzku þjóðarinnar. Maenús Víglundsson. Úr gömlum Vísisblöðum Friðrik sjöundi. Vísir minn góður. Einhver spakur kaupandi þinn hefur upp- lýst oss um það á þinum pappir aS enn væri veriS að nota hér á landi hjónavígslubréf und- irskrifuð af Friðrik konungi sjöunda, hvers sál guð hafði. Þetta er með öllu ómögulegt, því að öll konungleg leyfisbréf, sem fást keypt hjá hinum og þessum embættismönnum eru aldrei af konungi undirskrifuð heldur skrifar einhver ráðherra undir þau i nafni konungs, eða þá einhverjir landritarar i umboði ráðherrans. Hitt gæti verið að hausinn á leyfisbréfinu (þ; e. Vér Friðrik af guðs náð o. s. frv.) geymi í sér nafn Friðriks 7., en varla trúi ég þvi að landstjórnin brúki enn í það svo hásálug eyðu- blöð undir konungsleyfi. Virðingarfyllst, Kristján 4. (Sunnud. 25. júní 1911). Auglýsing. Enginn vill að elskan dvini, allir kjósa að gullið skini á tengdum mundum svanna og sveins. „Hringina kauptu" hún hvíslar vini, „hjá honum Birni Árnasyni, „það gerir þá held ég enginn eins; „nöfnin okkar nett hann grefur „ég. nokkra hef séS er gert hann hefur „og likuðu svo lista vel. „Það skal vera það er gaman „þangað strax viS göngum saman, „sporin ei ég á mig tel. (Sunnudagur 15. okt. 1911) 68 VÍSIR 50 ÁRA Afmælisblað VlSIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.