Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 97

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 97
Skúli Skúlason íslenzk blaðamennska í 50 ár. Skúli Skúlason ÞaS er vandi að gera í stuttu máli grein fyrir framvindu islenskrar blaðamennsku á umliSinni hálfri öld. Ekki vegna þess aS efnis sé vant, þvi aS þetta tímabil hefur veriS viSburSarikara i sögu blekiSnaSarins en nokk- urt áSur, heldur vegna þess að ekki er hægt að grípa til áþreifanlegs mælikvarSa og sýna nieð honum muninn á þvi, sem var og er. Þegar skrifaS er um landbúnað eða sjávar- útveg er hægt aS vitna til hagskýrslna um stækkun ræktaðs lands og gripafjölda eða lestartölu fiskiskipa og afla þeirra, en GuS náði þá, sem dirfast að reyna að fara aS gefa blöðum og blaðamönnum einkunnir, við skul- um segja fyrir málfar, sannsögli, eftirtektar- gáfu, stíl og svo framvegis. Um magn blaðaútgáfunnar er hinsvegar hægt aS sýna fram á það með tölum aS það hefur margfaldast. Hinn stóraukni innflutn- ingur á blaðapappír er ólygið vitni um þetta °g sýnir að þó blöSunum hafi fjölgað, þá er sú fjölgun ekki nema smáræði lijá hinu, hve þau hafa stækkað og upplög þeirra auk- ist. Og þó er hvergi í veröldinni gefin út jafn mörg biöð og timarit og á fslandi. Sumar aðrar þjóðir eru fremri íslendingum um papp- írseyðslu, en það stafar af því, að hin út- breiddustu blöð þeirra eru miklu stærri en islenzku blöðin. Hér verður í eftirfarandi greinarkorni leit- ast við að segja frá þvi markverSasta, sem gerst hefur í Idaðaútgáfu íslendinga undan- farna áratugi. Lesandinn er beðinn að afsaka, aS það verður ekki nema hrafl, því að enn er ekki við neina blaSaútgáfusögu að styðjast. og það getur verið hættuleg't aS treysta á minnið þegar rifja skal upp atburði hálfrar aldar. BLÖÐIN FYRIB 1910. AldamótaáriS voru þessi þrjú vikublöð við- lesnust á íslandi: Fjallkonan, sem Valdimar Ásmundsson gaf út, ísafold Björns Jonssonar og Þjóðólfur Hannesar Þorsteinssonar. Þetta voru ,„stórveldin“ í landinu og útbreiddust. Þjóðólfur var elztur, fæddur af Sveinbirni Hallgrímssyni og uppalinn af Jóni GuSmunds- syni en eftir hann stýrðu bæði þjóðskáldið Matthias og Jón Ólafsson honum um skeið, en Hannes hafði átt hann síðustu átta arin, og skildi ekki við hann fyrr en i árslok 1909. __ ísafold hafði Björn Jónsson stofnaö 1874 og stjórnaði lienni til haustsins 1909, er Ólafur sonur hans tók við, en hans naut ekki við nema tíu ár, og eftir hans dag var ekki um ísafold að ræSa sem sjálfstætt blað. Fjall-* konuna hafði Valdemar Ásmundsson stofnað árið 1884 og var ritstjóri hennar þangað til hann dó, árið 1902, en eftir það tók henni að hnigna. í byrjun aldarinnar var gefiS út blað á .BessastöSum. Þar kom út Þjóðviljinn, sem Skúli Thoroddsen liafði stofnaS á ísafirði 1887 og hélt úti, síðast í Reykjavík, til ársins 1915. Á ísafirði kom út Vestri, á SeyðisfirSi Austri Skafta Jósefssonar og á Akureyri stoinaSi Einar Hj. Kvaran Norðurland aldamótaárið. Ennfremur kom Bjarki út á SeyðisfirSi um aldamótin. Fyrir aldamótin sáu ýms blöð dagsins Ijós, en urðu skammlíf, svo sem Dagskrá Einars Benediktssonar, sem átti aS verða dagblað, og ísland Þorsteins Gislasonar.Sama gerðist og á fyrstu árum aldarinnar. Þá var reynt aS gefa út blaS, sem einkum var ætluð Reykja- vik og skírt i höfuðið á höfuðstaSnum. Regkja- víkin var undir stjórn hins gamalreynda blaða- manns Jóns Ólafssonar árið 1903—07 og var þá talsvert keypt. Þegar simasamband komst á við útlönd 1900 hugðist Jón breyta útgáfu Dagblaðsins, en það lifði mjög stutta stund. — Lögrétta Þorsteins Gíslasonar varð lang- lífust vikublaðanna, sem byrjuðu að koma út á fyrsta áratug aldarinnar. Hún var í fyrstu gefin út af Heimastjórnarflokknum en varð siðar eign Þorsteins og kvað mikið að henni sem stjórnmálablaði um skeið. Hófst útgáfa blaðsins árið 1900 en lauk 1930. Ingólfur var á fyrsta áratug aldarinnar boS- beri Landvarnarstefnunnar undir forustu Benedikts Sveinssonar og Bjarna frá Vogi og jafnframt hélt flokkurinn úti blaðinu Landvörn árin 1903—04. Ritstjóri liennar var Einar Gunnarsson, stofnandi Visis. Hann stofnaði einnig barnablaðiS Unga ísland. HVAÐ STÓÐ í BLÖÐUNUM? Vikublöðin fyrir 50 árum voru undantekn- ingarlítið aðeins fjórar blaSsíður og brotið minna en á dagblöðunum nú. Má því nærri geta að fjölbreytni efnisins var tak- mörkuð, ekki sizt vegna þess aS stjórnmála- leiSararnir voru miklu lengri en nú gerist. ÞaS þótti engin goðgá að hafa þá 3—4 dálka og jafnvel ekki vansalaust að þeir væru styttri. Og fólk las þá stundum tvisvar og þrisvar og aS vetrarlagi komst enginn hjá að hlusta á þá i sveitinni, því aS þeir voru lesnir liátt á kvöldvökunni. — Stjórnmálin voru æðsta inni- hald blaðsins og á flestum heimilnm var ekki rifist um þau, því að víðast hvar var ekki keypt nema eitt blað, og skoðun blaSsins var að jafnaði skoðun heimilisfólksins. Sveita- heimiiin voru ýmist „ísafoldarheimili" eða „ÞjóSólfsheimili“. Þá fluttu blöðin fréttapistla utan af landi, rabb um árferði og prísa, dánarfregnir og slysfarir og jicssháttar En skipulag var ekkert á þessari fréttaþjónustu, því að þeir voru ekki nema fáir sem gerSu þetta að gamni sínu. En í heilum sýslum var kanski enginn slikur fréttamaður, og „þar gerðist aldrei neitt“, sem fólk vissi um. — Þá áttu blöðin og aS ýmsa sjálfboðaliða í stjórnmálaskrifum viðsvegar um land, en þeir voru fáir en skrifuðu óþarf- lega oft og óþarflega langt mál. — Innlendar smáfréttir rúmuSust oft á minna en einum dálki og voru fremur fábreytilegar, t. d. var það venjan að telja upp farþega, sem komu og fóru með skipunum og var nafns skipstjór- ans oftast getið í upphafi klausunnar. Oft voru þessar smáfréttaklausur notaðar til smá ónota, svosem þar sem segir: „Grímur Thomsen datt af baki en brotnaði ekki.“ Þetta væri meinlaust, ef fyrirsögn klausunnar hefði ekki verið: SLYS! JMkmCopco ATLAS; COPCO Loftþjöppur og loftverkfæri fara sigurför um heiminn. Útvegum með stuttum fyrir- vara hverskonar loftþjöppur og loftverkfæri. Loftslöngur, slöngutengi og borstál oftast fyrirliggjandi. Einkaumboð fyrir ATLAS COPCO. LANDSSMIÐJAN Simi: 11680. Afmælisblað VlSIS VÍSIR 50 ÁRA 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.