Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 77

Vísir - 14.12.1960, Blaðsíða 77
stærri en hina fyrri og veitu frá henni niður á Vatneyri. Ennfremur byggði hann vatnsafls- stöð fyrir Bíldudal 1916—'19 og leiddi rafork- una háspennta innan úr dalnum út í kauptún- ið, með 3000 volta riðstraumslínu að spenni- stöð, er afspennti strauminn niður i 220 volta kerfi um byggðina. Jafnframt þessu setti hann upp margar smástöðvar í sveitum. Halldór vann mikið að raflögnum i hús i Reykjavik, þótt þar væri eigi komið ennþá rafmagn til Ijósa. Menn bjuggust við að það mundi koma fljótlega. Þannig voru lagðar raf- lagnir i húsin, er byggð voru við Tjarnar- götuna, suður með tjörninni 1906 og næstu ár. Það leið heldur ekki á löngu, unz einstakir menn komu sér upp smá einkastöðvum knún- um með benzin- eða olíuhreyflum. Þessum smástöðvum fjölgaði einkum á heimsstyrjaldar- árunum fyrri. Etf svo tóku nokkrir framtaks- samir menn sig til og komu upp stærri dísil- stöðvum og lögðu veitukerfi frá þeim til næstu húsa og um heil bæjarhverfi í Reykjavik. Stærst þessara stöðva var Nathan & Olsens-stöðin er byggð var í skúr, sunnanvert við verzlunar- hús þeirra í Pósthússtræti, sem nú er Reykja- víkurapótek. náði veitukerfi þessarar stöðvar um mikinn hluta miðbæjarins. Tvær sams konar hreyfilstöðvar voru byggðar í austur- bænum, önnur við Vatnsstíg, en hin á Njáls- götunni. Samskona stöðvar voru byggðar i Vesturbænum. Munu stöðvar þessar alls hafa verið um 40 talsins og heyrðust vélaskellirnir ufn allan bæinn. Það er því eigi að undra, að raddir kæmu fram um það, að bæjarstjórnin tæki raflýsing- armálið í sínar hendur og sameinaði allar stóðvarnar í eitt kerfi. Varð svo úr, að bæjar- stjórnin ákvað eftir miklar umræður, að ráðast í að virkja í Elliðaánum 1918. Var byrjað þar á verki árið eftir og gat virkjunin tekið til "itarfa 1921. Þá var Nathan & Olsensstöðin flutt til Hafnarfjarðar og tók við af gömlu raf- liósastöðinni við Hafnarfjarðarlækinn, en hinar stöðvarnar i Reykjavík voru ýmist lagðar niður eða fluttar til annarra bæja. A sama hátt og i Reykjavík tóku menn upp raflýsingu víða annarsstaðar á landinu með sma hreyfilsstöðvum þar sem ekki náðist til viðráðanlegs vatnsafls. En þar sem vatns- afl var tiltækt, var það tekið fram yfir oliu- hreyflana. Þannig var komið upp vatnsaflsstöð fyrir Siglufjörð árið 1913. Var það 40 hestafla stöð við læk þann er rennur úr Hvanneyrarskál. Það vatnsafl varð brátt ónógt og var þá sett Upp disilstöð til viðbótar. 1913 var einnig komið upp vatnsaflsstöð viS Fjarðará í Seyðisfirði. Var það í fyrstu 60 hestafla stöð er síðar var stækkuð nokkuð og er enn starfandi. 1919 var sett upp vatnsafls- stöð við Húsavíkurá, 75 hestöfl og starfaði hún um þrjá áratugi, þangað til Húsavík fékk rafniagn frá Laxárvirkjuninni. Af dísilstöðvunum fram til 1920 má nefna stöðvar á Þingeyri og Hólmavík, hvortveggja smástöðvar er komu 1920, einnig stöð á ísafirði 50 hestöfl, á Eyrarbakka 30 hestöfl og i Ólafs- firði 20 hestöfl. ' . Arið 1920 er þá svo komið, að rafljósastöðvar hafa verið settar upp víða kauptúnum landsins Fyrsti rafallinn á Islandi, sem Jóhannes Re'jkclal flntti inn. höfðu Komio ar var það sem byggði í kaupstöðum og og mun láta nærri, að Síimantalið afl þeirra hafi verið um 500 hest- >fí. þar af 2/3 hlutar vatnsafl. Landsmenn þessum stöðvum upp sjálfir. Raun- þýzkt firma, Siemens Schuckert, vatnsaflsstöðina fyrir Seyðfirð- 'nsa, en Guðmundur Hlíðdal, síðar póst- og s>m->málastjóri, var umsjónarmaður við upp- setninguna, en hann var þá starfsmaður "nnans. Enn einn mann má nefna frá fyrstu tugum aldarinnar, er gerðist brautryðjandi í raforku- jualum austanlands og norðan. Það var Indriði Helgason, sem enn er á lífi og enn starfandi a Akureyri. Hann fór að loknu búfræðinámi a Eiðum árið 1904 til Danmerkur, var um tima við nám í Askov lýðháskóla, en tók þá fyrir rafvirkjanám og kom að því loknu til Seyðis- 'Jarðar árið 1911, og gerðist þar rafvirkja- meistari tveim árum áður en Fjarðarárvirkjun- Afmælisblað VÍSIS in var framkvæmd. Starfaði Indriði á Aust- fjörðum um skeið, en fluttist síðan til Akur- eyrar og hefur unnið þar ötullega að virkjunar- málum norðanlands síðan. Eins og áður er getið voru rafmagnsmálin i Reykjavík mjög til umræðu i blöðum og á bæjarstjórnarfundum þegar á fyrsta áratugi aldarinnar. Varð þá sú lausn á þessum málum, að sett var upp gasstöð árið 1910 til lýsingar og matareldunar með gasi, og jafnvel nokkrir gashreyflar voru settir upp á verkstæðum. Rafveitumálunum var frestað, en aðeins um stundarsakir, og þegar smárafljósastöðvarnar tóku að risa upp á heimsstyrjaldarárunum fyrri, urðu æ háværari raddir um að fá raf- magn til Ijósa og rekstrarvéla. Bæjarstjórn fékk þá til norska verkfræðiráðunauta til að athuga virkjunarskilyrði í Elliðaánum. Gerðu þeir mælingar og athuganir sínar árið 1916 og skiluðu álitsgerð sinni snemma árs 1917. Lögðu þeir til að byggð yrði 5000 hestafla vatnsaflsstöð, við Elliðaárnar, með stíflu ofan við Efri-fossana hjá vatnsveitubrúnni. Skyldi virkjunin með veitukerfi kosta 2,6 millj. kr. miðað við verðlagið 1916. Bæjarstjórn þótti þessi kostnaður of hár, hann væri óviðráðan- legur og fól því verkfræðingnum Jóni Þorláks- syni og Guðm. Hlíðdal að gera tillögur um ódjrari virkjunarlausn. Skykli fyrsta virkjunin aðeins vera til að bæta úr brvnustu þörf bæjar- búa til Ijósa og iðnaðar. Árið eftir komu þeir með tillögur sínar og ákvað bæjarstjórnin að virkja samkvæmt minni og ódýrari tillögunni, 1000 hestafla stöð með inntaksstíflu í norður- kvísl Elliðaánna ofanvert við Árbæ. Fékkst þar 40 m fallhæð á 1000 m vegarlengd. Skyldi það kosta 1,75 millj. kr. með öllu veitukerfi. Árið 1919 var fengið tveggja millj. kr. lán i Danmörku fyrir þessum framkvæmdum. Stöð- in var stækkuð í meðförunum upp í 1500 hest- öfl með tveim vélasamstæðum, annari 500 hestafla, hinni 1000 og auk þess var gert ráS fyrir þriðju vélasamstæðunni einnig 1000 hest- afla, er síðar skyldi koma. Stöðin tók til starfa haustið 1921 og voru þá tengd við veitukerfið um 800 hús, er allflest höfðu haft rafljós áSur frá smástöSvum í bænum, en önnur hús komu síSar til viðbótar eftir því sem raflagnir þeirra urðu tilbúnar. Menn hættu þá almennt við gaslýsinguna og tóku upp raflýsingu. Þegar á fyrsta rekstrarárinu 1922 var sýnt aS 1500 hestöfl myndu ekki verða nægjanleg nema 1 til 2 ár og var þvi á árinu 1923 bætt við þriðju vélasamstæðunni. Hafði stöðin þá 2500 hestöfl og hélt því um áratug, þar til enn var bætt við fjórSu vélasamstæðúnni 1933, 2000 hestöflum. Elliðaárnar voru ótryggar í frostum framan af og var því unnið að því fyrstu árin að koma upp miðlunarstíflu við Elliðavatn, stækka inn- taksstífluna og gera ýmsar lagfæringar við VÍSIR 50 ÁRA árnar. Þessar aðgerðir báru ágætan árangur svo að fært varð að leggja í vélaaukninguna 1933 úr 2500 hestöflum upp í 4500 hestöfl. Steingrímur.Jónsson varð fyrsti rafmagnsstjóri Reykjavíkur. Féll i hans Iilut aS sjá um lag- færingar í ElIiSaánum fyrstu starfsárin og síSan aS ráða fram úr leiðum til að sjá fyrir vaxandi raforkuþörf Reykvíkinga. Skömmu á eftir Reykjavik með Elliðaárnar fóru Akureyringar á kreik og hugSust virkja vatnsafl hjá sér. Höfðu þeir augastað á Glerá, er rann svo að segja gegn um bæinn. Kom þá' Frímann B. Arngrímsson aftur fram á sjónar- sviðið, en hann var þar búsettur. Taldi hann Glerá ófullnægjandi og benti á Fnjóská, er væri mun stærri. Kom hann á ný fram með tilboð í vélar og rafbúnað frá sínu gamla firma i Bandaríkjunum. Bæjarstjórn Akureyrar fékk þá til sænska verkfræðiráðunauta og byggði að þeirra til- logu vatnsaflsstöð við Glerá er nvtti 15 m fall og hafði 300 hestöfl í tveimur vélasamstæðum jafn stórum. Tók virkjun þessi til starfa 1923. Glerá reyndist heldur ekki vel og var því fljót- lega bætt við dísilsamstæðu 150 hestöfl í stöð- ¦na. Einn þeirra manna er komu hingað til lands frá Svíþjóð til að sjá um uppsetningu vela Glerárvirkjunarinnar var Knut Otterstedt, er varð rafveitustjóri á Akureyri og hefir gegnt því starfi síðan. Glerárvirkjunin starfaði ein fyrir Akureyri í hálfan annan áratug. Þó hafði verksmiðjan Gefjun litla vatnsaflsstöð neðar í Glera fyrir rekstur sinn. Á þessum áratugi, 1920—'30, var ennfremur byggð vatnsaflsstöð fyrir Fáskrúðsfjörð. Varð virkjuð hestaflatala á þessu timabili tæplega 3000 hestöfl eða um það bil sexföld á viS þaS sem áður var komið frá byrjun. Eins og áður var sagt, var bætt við 2000 hesta-vatnshverfli í Elliðaárstöðina 1933. Var þá þegar farið að bera á þvi, að þörf myndi vera að fá meira rafmagn til aukinna heimilis- nota, auk þess sem vélakosturinn í iðnaði óx töluvert á ári hverju. Var farið að verða Ijóst - að Elliðaárnar myndu ekki duga til frambúðar þótt fullvirkjaðar yrðu, en þar var tiltölulega auðvelt að virkja 25 m fall ofan við 40 metrana, sem nýttir voru. Mátti þannig fá 2800 hestöfl enn til viðbótar. Var þvi, jafnframt vélavið- bótinni og áður, unnið að athugunum á virkjunarskilyrðum við Sog, er nærtækast var hinna stærri fallvatna. VarS þaS til þess að Reykjavíkurbær fékk sérleyfi hjá Alþingi til byrjunarvirkjunar í Sogi vorið 1933, áður en vélaviðbótin í Elliðaárstöðinni var komin i gagnið. Var þá á næstu árum unnið að undirbúningi fyrstu virkjunar í Sogi. Fengnir voru þegar á árinu 1933 tveir norskir virkjunarráSunautar, þeir A. Berdal, byggingaverkfræðingur og J. Nissen, rafmagnsverkfræðingur, til að líta á staShætti viS Sog. Komu þeir hingað sumariS 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.