Vísir - 14.12.1960, Qupperneq 45

Vísir - 14.12.1960, Qupperneq 45
Egqert Claessen (t. v.) og Sveinn Björnsson (t.h.) flytja fyrsla málið er Hæstiréttur fjallaði um. skriflegur. Svo er að sjá sem sumum hinna ehlri dómenda hafi verið um og ó að hverfa að þessu fyrirkomulagi. En þróunin varð sú, að munnlegur flutningur mála hefur nú verið upptekinn hér, bæði í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Gekk sú breyting í gildi að því er einka- mál varðar með einkamálalögunum frá 1936, en i opinberum málum komst hann á með hinum nýju lögum um meðferð opinberra mála frá 1951. Munu nú fáir þess fýsandi, að skrif- legur málflutningur verði aftur tekinn upp. Að vísu er jiví svo farið um munnlegan flutn- ing máls, að i höndum lélegra málflytjenda getur hann orðið dómaranum jíraut og þján- ing. En sé málflutningurinn í þVí horfi, sem hann á að vera, skýr og glöggur með góðri greiningu milli höfuðatriða og aukaatriða og málflutningsmaðurinn sæmilega máli farinn, munu flestir dómarar kjósa munnlegu aðferð- ina. Sá kostur fylgir Jíka munnlegum flutningi að dómarinn getur jafnharðan spurt mál- flytjanda um jaau atriði, sem hann telur máli skipta og málflutningsmaðurinn hefur eigi gert full skil, en þá þarf hinn siðarnefndi að sjálf- sögðu að kunna full skil á málsatriðum öllum. Stundum er þá líka aðili málsins viðstaddur og getur skýrt frá staðreyndum. Starfsaðferðir lögmanna geta annars verið harla ólikar þótt um góða málflytjendur sé að ræða. Sumum lætur t. d. gagnsöfnunin bezt, öðrum röksemdafærslan, og getur hvort fyrir sig skapað góðan málflutningsmann, þótt full- komnast sé að sjálfsögðu, að hvorttveggja fari saman. Minnist ég í jjessu sambandi tveggja mikilhæfra lögmanna, sem starfað hafa við Hæstarétt, en báðir eru látnir, þeirra Eggerts Claessens og Péturs Magnússonar, Báðir voru þeir gagnmerkir og ágætir lögmenn, en styrk- ur jDeirra lá sitt á hvoru sviði. Claessen var sterkastur á vettvangi gagnaöflunarinnar og gjörþekkti hvert mál, sem liann flutti, en Pétur var hins vegar allra manna leiknastur i rök- semdafærslunni og öðrum snjallari að tala máli umbjóðanda síns. Samkvæmt lögum þurfa þeir lögmenn, sem öðlast vilja full málflutningsréttindi í Hæsta- rétti, að Ijúka prófraun, sem fólgin er í flutn- ingi j^riggja prófmála. Láta mun nærri að alls hafi 65 málflutningsmenn lokið þessari prófraun, en nú eru 41 hæstaréttarlögmenn á skrá Hæstaréttar yfir starfandi lögmenn með fullum réttindum. Er Lárus Fjelsted þeirra elstur og liefur hann manna lengst starfað sem hæstaréttarlögmaður hér á landi eða i 38 ár, en á þessu ári eru full 50 ár siðan hann gerð- ist málaflutningsmaður. Hinsvegar urðu þeir Eggert Claessen og Sveinn Björnsson, síðar forseti íslands, fyrstir manna hæstaréttarlög- menn hér á landi. Húsnæði Hæstaréttar. Landsyfirrétturinn hafði frá þvi á árinu 1873 haft aðsetur á efri liæð Hegningarhúss- ins í Reykjavík og fékk Hæstiréttur jjetta hús- næði til afnota er hann var stofnaður.- Gert var ráð fyrir því, að sú ráðstöfun yrði aðeins til bráðabirgða, en reyndin varð þó önnur, þvi jsarna varð Hæstiréttur að hírast við mjög ófullkomnar aðstæður í full 29 ár. öllum sem til jDekktu var jió ljóst hversu óviðunandi þetta húsnæði var og nokkrum sinnum var að þessu máli vikið á opinberum vettvangi. T. d. flutti Jónas Jónsson fv. dómsmálaráðherra tvær þingsályktunartillögur um málið. Það var þó ekki fyrr en á 25 ara afmæli dómsins 1945 að skriður komst á húsnæðismál hans, er ríkisstjórn Ólafs Thors tók jjá ákvörðun að reist skyldi dómshús við Arnarhvol, og flutti Hæstiréttur i það hús i janúar 1949. Fékk Hæstiréttur við jsenna flutning mjög viðunandi liúsnæði, þótt síðar kæmu í ljós smíðagallar, sem benda til þess, að einhverjir þeirra aðilja, sem að smíðinni stóðu hafi dottað á verðinum meðan á byggingu hússins stóð. Hér hefur aðeins verið stiklað á nokkrum þeim atriðum, sem í hugann koma, þegar litið er til stofnunar Hæstaréttar og 40 ára starfs- sögu hans. En margt er þó ótalið. Má þar nefna könnun á dómum réttarins, málafjölda og flokkun þeirra eftir tegundum og athugun þess, hversu dómasafnið ber á hverjum tima blæ aldarandans og samskipta manna í daglegu lífi. Væri það út af fyrir sig nægilegt ritgerðar- efni. En hvað sem öllum þessum atriðum liður er þó mest um vert, að Hæstiréttur — þessi æðsti dómstóll þjóðarinnar, hefur frá upphafi, þrátt fyrir fáeinar stormhviður, sem yfir hafa gengið, notið óskipts trausts þjóðarinnar og ætíð reynst þeim vanda vaxinn að veita þegn- um þjóðfélagsins þá úrlausn mála, sem sæmir óháðum dómendum í lýðfrjálsu landi. inni stóð, segir sagan, að kirkjuklukkurnar i Skálholti hafi tekið að hringja sjálfkrafa. Var að því gætt hvort hringingin væri af manna- völdum, og gengið úr skugga um að svo væri ekki“. Hefur mikið verið talað um þennan fyrir- hoða þar eystra i vetur og orðasveimur hefur 'borizt hingað um hann fyrr en nú, en fáir menn hafa lagt trúnað á. — Geta má þess að bréfritarinn, sem saga þessi er hér höfð eftir, var ekki sjálfur viðstaddur i Skálholti við jarðarförina, en sannfærður er hann um að sagan sé sönn. (12. marz 1920). Rottur. Rottur eru svo miklar á Vesturgötu 17 (gamla Hótel Reykjavik) að á kvöldin, þegar ég opna hurðina á litla herberginu uppi á loftinu, sem ég bý í, sé ég minnst 4—5 stykki alveg við þröskuldinn sem ég geng út og inn yfir. Ligg- ur jiá oft nærri, að þær sleppi inn til mín eins og kettirnir, þegar ég opna hurðina. Og ekki bregður þeim meira við, þó þær sjái mig og litla lampaljósið, sem ég held á, en svo að þær stanza sumar og glápa á mig. Þar til fyrir nokkru að ég keypti mér eina litla rottugildru og veiddi í hana tvær allstórar. Siðan liefur borið minna á þeim, og lítur helzt út fyrir að það liafi verið rottuforingjar, þvi rottur eru svo varar um sig, og hinar hafa saknað þeirra sem ég veiddi, og er þvi ekki vanþörf á rottunefnd hér i borginni. Ingimundur Sveinsson. (5. marz 1920). Bruni á Kirkjusandi Maður brennur inni. í nótt, á fimmtu stundu, kviknaði eldur i fiskþurrkunarhúsi Th. Thorsteinsson á Kirkju- sandi, og brann það til kaldra kola. Svo slysa- lega tókst til, að maður brann þar inni. Hann lieitir Ólafur Jónsson, ungur maður ættaður úr Mjóafirði á Austfjörðum. Eldurinn mun hafa kviknað i mótorskúr, sem áfastur var við þurrkhúsið, og er gizkað á, að mótorinn hafi sprungið. Annar véla- maðurinn var á verði og var að bæta i þurrk- ofnana meðan eldurinn brauzt út. í mótorskúr- num svaf hinn vélamaðurinn, Ólafur Jónsson, og komst hann ekki út. Lik hans fannst í rústunum þegar slökkt hafði verið, og var þá mjög brunnið. Það var flutt til bæjarins i morgun. Slökkviliðið var kallað héðan úr bænum, þegar eldsins varð vart og brá það við skjótt. Einnig kom hjálparlið frá íslands Falk með öll nauðsynleg tæki og gekk vel fram. Brunaliðinu tókst að verja næstu hús og þ. á m. fiskskúr, sem stóð við þurrkhúsið og var mikið i af fiski. Vélamaðurinn sem af komst, hafði brennst talsvert, er hann reyndi að bjarga félaga sín- um. (1. maí 1920). Jóhannes Jósefsson. Heimskringla getur þess 15. f. m. eftir blað- inu „Cincinnati Post“ að komið hafi til mála, að Jóhannes Jósefsson þreytti við Jack Dem- psey, sem nú er heimsmeistari i hnefaleikum og liinn mesti afreksmaður um afl og hreysti. Jóhannes hefur sett það skilyrði að Dempsey fylgi hinni venjulegu hnefaleika-aðferð sinni, en sjálfur ætlar hann að verjast með glimu- brögðum sinum og sjálfsvörn. Blaðið spáir vel fyrir Jóhannesi og væri það ekki lítil frægð landi voru, ef honum mætti auðnast að sigrast á þessum afburðamanni, og fyrir glímuna sjálfa yrði sigur í þessari viður- eign hið þýðingarmesta spor, sem unnt er að stíga til útbreiðslu hennar erlendis. í sama blaði er þess getið, að Jóhannes liafi farið með félögum sinum til Kúbu slcömmu fyrir jól og sýnt iþróttir sínar í hálfan mánuð. Varð það hin mesta frægðarför og hafa blöð þar lokið hinu mesta lofsorði á Jóhannes og þá félaga. (21. febrúar 1920). ★ Afmælisblað VlSIS VÍSIR 50 ÁRA 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.