Vísir - 14.12.1960, Side 56

Vísir - 14.12.1960, Side 56
Minningar og hugleiðingar um jarðrækt og búskap 1910—1960 Dayblaðið Visir er 50 ára og vill flytja yfirlits- greinar um margt er liefir skeð á þvi hálfrar aldar skeiði, sem runnið er, bregða upp mynd- um af framvindu og breytingum. Af ærnu er að taku, svo margt hefir á daga þjóðarinnar drifið á þessum 50 árum, ótrúlega margt og mikið. Svo miklu er gjörbylt og rótað, svo mikið byggt og bætt, að vér sem höfum lifað og starfað hálfa öld eða meira höfum i raun og veru lifað aldir, i hreytilegum uifiliverfum, starfsháttum og viðliorfum. Á þesum 50 árum liefir gerst meira hér hjá oss á voru landi Islandi heldur en gerst hefir lijá frændum vor- um á norðurlöndunum hinum, á hálfri annari öld, og er þá ekki of i lagt. Flest sem gerst hefir er gott og blessað og margt ágætt, sem betur fer, jafnvel svo að unga fólkið, sem er landið að erfa nær alls ekki utan um það að skilja og virða allt hið góða er því fellur i skaut. En stundum hefir líka verið steypt stömpum á hinum umliðnu 50 árum og upp komið fletir í tilverunni og gjörðum manna sem ekki eru til þess að gleðjast yfir. Verð- mætum hefir einnig verið glatað svo að sökn- uður er að. Þannig fer þegar mikið gerist á skömmum tíma. En hvað er um að tala — ekki hót — hitt er svo miklu mest sem vel er, og enginn óskar þess liðna á ný. Framtiðin er ])að sem öllu varðar. I. Að þvi er til tímatalsins kemur, feilur auð- veldast að miða við aldamótin siðustu og hvað unnist liefir á þessari öld, en er til þess kem- ur að rekja framkvæmdir og breytingar í búnaði þætti mér bezt að miða við 1920, það sem þá var og siðan hefir slteð. Hvorugan kostinn má ég velja, og er ég gái betur að liefir þeð nokkuð til síns máls að staðnæmast við 1910 er ræða skal búnaðarmálin frá mín- um bæjardyrum séð. Þá var ég nýfermdur, innritaðist í Bændaskólann á Hólum 1911 og kveð svo heimasveitina 1913, en þar skal fyrst staðar nema, er ég lít yfir farinn 50 ára veg, ekki minn, en búnaðarhreytinganna, fram- faranna. Hólar i Hjaltadal, biskupssetrið forna, bændaskóli frá 1882, kominn nær ])rítugu sem húnaðarstofnun 1910. Margt er búið að gera á setrinu á þessum 28 árum, áveitur, tún- rækt, gróðrarstöð, vegagerð nokkur, en þó ekki meiri en svo, að enn voru allir aðdrættir frá Ilofsósi og Saúðárkróki klakkaflutningur. Niður i Kolkuós var fært með kerru, og þangað var sótt mikið af þungavöru s. s. kol, stein- ölía og mjölvara. Eigi var þó vegurinn betri en svo, að steinoliutunnan var fullt æki fyrir vana og góða dráttarhesta. Ég minnist þeirra blessaðra gömlu kláranna, Blundur fór sér hægt en seig á, Vembill var heldur ekki neinn hlaupagikkur, og svo var það Gvendar-Gráni, stór og stæðilegur o. s. frv. Þó voru þessir aðdrættir leikur einn lijá þvi sem áður var, á fyrstu árum skólans. Faðir minn sagði mér af eigin raun frá þvi, er allt er sótt var á Krókinn varð að tvíferja, og sundleggja hest- ana yfir Héraðsvötnin bæði, eystri og vestari, áður en brýrnar komu á eystri Vötnin og svifferja vel um búin á Vestur-ósinn. Oll ferðalög á liestbaki, nema það sem farið var gangandi á vetrum, skagfirsk skömm að fara bæjarleið gangandi að sumri til, vart sæmandi fullorðnu fólki. í reiðingaskemmunni var allur farreiði til flutninga, á um 20 hesta, reiðingar, klifberar, beizli, hnappeldur o. fl. Best man ég þó ólarreipin góðu, óslitandi. Var mér sagt að Hermann skólastjóri (1888— 1896) hefði komið upp ólarreipunum. Lét hann rista niður heilar nautshúðir, þær er bestar fengust, og verka til reipa, af kunnáttu og vandvirkni. Ólarreipinn voru notuð við alla klyfjaflutninga úr kaupstað. Auk aðdráttanna úr Ivolkuósi voru kerrur notaðar til mikilla þæginda heima við. Allri mykju var ekið á völl i kerrum, svo mikið af túninu var slétt. að kerrum varð við komið. Taði var ckið heim, en það var verkað til eldiviðar fullum fetum, því kolin voru dýr en mótekja léleg, mjög uppurin í heimalandi, og var því sólt á aðra bæi, aðallega í Brekkukots- land. Grjót, möl, mold og þess háttar var flutt i kerrum, I. d. við byggingarvinnu. Steinsteypa hófst á Hólum er steypt var girð- ing um kirkjugarðinn 1908. Þá var möl og sandur í steypuna tekið niður í eyrum við Hjaltadalsá, og allt flutt heim á klökkum. Árið 1910 var reist hið fyrsta skólahús úr stein- steyjiu. Möl og sandi var þá ekið heim í kerr- um, og æ siðan, enda var þá fundið steypu- efni í Skeiðmelnum sunnan við túnið. Stein- húsið frá 1910 stendur enn, var stækkað um helming 1926, og er hið byggilegasta hús. Húsið sem byggt var 1910 er með trégólfum, voru allir viðir í bygginguna dregnir heim á sleðum, veturinn áður. Hið sama ár er byggt hið fyrsta skólahús úr steini á Hvanneyri, markar bygging þessara varanlegu liúsa nokkur tímamót í sögu bændaskólanna. Nokkuð af túninu á Hólum var slóðadregið, var notað til þess jöfnum höndum norskt lilekkjaherfi og hrísslóði, en mikill hluti túns- ins var svo ójafn og missléttur að slóðadrætti varð ekki við komið, eða þótti ekki borga sig. 1 stað þess var áburðurinn malaður i taðkvörn og lionum ausið úr trogum um túnið. Þó að tímar mykjukláfa, liripa og torfkróka væru þá taldir á Hólum og kerrur komnar i stað slíkra flutningatækja, fór þvi fjarri að þannig væri það á öllum bæjum i nágrenni Hóla, i Hjaltadalnum. Á mörgum bæjum var allur áburður fluttur á völl í kláfum, þvi að kerran var engin til, en stöku bændur höfðu þó fengið sér slíkt hjálpartæki, það var engin smávegis framför í þá daga. Um heyvinnuvélar var þá ekki að ræða á Hól- um né annars staðar í dalnum. Þó var ein af fyrstu sláttuvélunum sem til landsins var flutt keypt i Skagafjörð. Fyrsta heyvinnuvél sem kom í Hjaltadal er sláttuvél sem keypt er að Viðinesi og reynd þar sumarið 1915, var ég þar viðstaddur, Skólabúið á Hólum eignaðist rakstrarvél 1916 og sláttuvél 1917, þá skiftir fyrst um við hey- skapinn. Fram til þess var allt slegið með orfi og Ijá og gengu sjaldan færri en 6—8 fullgildir menn að slætti og kvenfólk að rakstri og þurrkun að sama skapi. Allt hey var bundið og flutt heim á klökkum. Hey voru borin upp, þvi að heyhlaða var engin, hvorki fjóshlaða né við aðalfjárhúsin. Árið 1909 er þó byggð lilaða við ný fjárhús er reist voru þar sem áður, er ég fyrst man, stóðu hin svo nefndu Efri-Krókhólahús og hlaða við þau, en gömlu Krókhólahúsin voru fallin áður en nýju húsin komust upp og hlaðan við þau. Fjóshlaða er ekki byggð á Hólum fyrr en 1914 er Sigurður Sigurðsson byggir fjós og lílöðu úr steinsteypu, en votheystættur voru tvær í lilöðunni. Áður var engin votlieysgeymsla á Hólum um skeið, en þó man ég gamla votheysgryfju gerða innan með torfhleðslu, í hólbarði vestur af kirkju- garði. En sá hóll var jafnaður við jörðu fyrir 1910. Gamla millán var við líði um 1910, en hætt var að nota liana, hún var úr timbri og var flutt til og notuð i tveimur stöðum það ég man, fyrst ofan við Prestsætið, þar sem enn sér vel til millutjarnargarðsins og síðar i Gilinu norður af Ivviahólnum. Gamli bærinn, er réttu nafni heitir Nýibær, og sem nú er endurgerður til varðveizlu og minja, sem betur fer, var auðvitað notaður til ibúðar fullum fetum, enda var búið í honum fram yfir 1920. Um 1910 var engin eldavél i bænum, allt eldað þar á hlóðum. Þótt nokkuð sé öfugt að farið vik ég síðast að jarðræktinni og tækninni við hana. Um þessar mundir er ofanristuaðferðin enn í fullu gildi, en ofanristuflögin voru plægð með Akur- eyrarplóg og herfuð með lappaherfi. Þó var ekki svo mikið um slík vinnubrögð að nem- endur ættu þess kost að taka í plóg við ný- rækt, hvað þá að læra þau vinnubrögð. Þó að þaksléttan væri þannig ráðandi er þess að minnast að grasfræi var fyrst sáð á Hólum af Jósep Björnssyni 1887. Aukin tækni við bylt- ingu túns og nýræktun hefst á Hólum 1930 er skólinn æignaðist fyrsta hjólatraktorinn og svo beltatraktor með ýtu 1945. En fyrst var unnið með ýtu á Hólum 1944, við að lag- færa farveg Hjaltadalsár er geklt á engjarnar. Gróðrarstöðin á Hólum er minninga verð, hún var i fullum blóma á sína vísu um 1910. Ræktunarfélag Norðurlands var stofnað 1903, og er frumkvæðis að stofnun þess að leita til bændanámskeiðs á Hólum í marz það Jir. Fél- agið kom sér fljótt upp gróðrarstöð þeirri á Akureyri er siðar varð landfræg og enn er aðaltilraunabú í jarðrækt á Norðurlandi. Til Akureyrar sóttu Ilólasveinar drjúgum verknám um skeið, enda var Sigurður skólastjóri á Hólum jafnframt framkvæmdastjóri Ræktunar- félagsins. Fljótlega kom R. N. sér einnig upp einskonar útibúum, minni gróðrarstöðvum á fleiri stöðum Norðanlands, á Blönduósi, Æsu- stöðum í Langadal, Sauðárkróki, Hólum i Hjaltadal og í Húsavík. Þótt hér væri raunar ekki sérlega stórt i efni, og þessar auka- stöðvar ættu sér ekki langt starfslif sumar hverjar, var þetta merkilegur nýgræðingur í ræktunarmálunum. í skýrslu um starfssemi R. N. 1905 er frá því greint að Amtsráðið hafði gefið 7 dagsláttur til tilraunasvæðis á Hólum, og að verið sé að girða þessa útibús-gróðrar- stöð. Árið 1907 er landið tekið til ræktunar að nokkru, en 1910 kaupir skólinn stöðina og hún verður þáttur i ræktunaraðgerðum á stað- num. Gróðrarstöðvar þessar voru töluverðar lærdómsstöðvar eftir því sem þá gat verið um að ræða, auk aðalstöðvarinnar á Aknreyri bar stöðina á Hólum einna hæzt. í gróðrar- stöðinni á Hólum var unnið skipulega að garðyrkju, svo að eigi hefir verið betur að verið um þá hluti í annan tíð i bændaskólun- um. Þar voru einnig gerðar áburðartilraunir og fleira sem nýbreytni var að, t. d. var gróður- sett töluvert af trjáplöntum, svo að enn býr að þessan fyrstu gerð á því sviði á Hólum- Garðarnir í gróðrarstöðinni voru plægðir og unnir til fyrirmyndar, þar fór fram sú eina plógönn sem nokkru nam á skólasetrinu. Yfirleitt var Ræktunarfélag Norðurlands mikill vorboði í búskap norðanlands, og þó að það væri 7 ára að aldri 1910 er þess að minnast að um þær mundir er félagið farið að marka spor í jarðræktinni, bæði túnrækt og garðrækt, sem að um nmnar. II. í Morgunblaðinu 6. jan. 1960 segir svo um búskap á Hólum í Hjaltadal, aðaltölur greina um árið 1959, svigatölur um árið 1958: „Taða 4900 liestar (5500), nautgripir 53 (60), liross 70 (72),sauðfé 610 (570), hænsni 30 (50). 56 VlSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSlS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.