Vísir - 14.12.1960, Síða 116

Vísir - 14.12.1960, Síða 116
Lárus Sigurbjörnsson: Lárus Sigurbjörnsson. REYKJAVÍK 1910 Reykjavík bernskuára minna, eða Reykjavík eins og hún var 1910 og árin þar um bil, kemur mér oft fyrir hugarsjónir eins og ung stúlka, sem stendur frammi fyrir spegli og segir: „Ég er að verða stór“. Og hér við hætist, að stúlkan er falleg, bráðefnileg, og fötin, sem hún mátar frammi fyrir speglinum eru með þjóðlegra sniði en þau sem liún nýverið hefur lagt til hliðar. Danska sniðið frá byrjun hinnar fyrri aldar er að mestu horfið, það er greini- legt, að hér eftir og um leið og hún tekur við forustuhlutverki á þjóðarbúinu verður hún i fasi og allri framkomu íslenzk og þjóðleg. Á engu árabili í sögu bæjarins hefur hann vaxið hlutfallslega meira en á áratugnum eftir aldamótin. Þá tvöfaldaðist íbúatalan, um alda- mót 5812 ibúar, 1910, 11449. Húsin i bænum voru 560 aldamótaárið, 1115 tíu árum síðar „flest i einu búsi (Rjarnaborg) 113 manns (2 fleira en í öllu Austurstræti) “, segir eitt vikublaða bæj- arins hróðugt, enda húsin smá, flest einnar hæðar portbyggð timburhús. Svo ör var vöxtur- inn og byggingin skipulagslítil, að útlendingar þóttust geta líkt Reykjavík við gullnámabæi i Alaska, en skólapiltar að norðan, sem fóru um vor úr bænum eitt árið og komu að hausti, þótti sem bærinn væri nýr tilsýndar. Þá byggðist Stýrimannastígur, Grettisgata og Njáls- gata langleiðina, og þessi árin tengdist Hverf- isgata miðbænum með lögðum vegi frá brú á Læknum hjá Kalkofnsvegi inn i hverfið, Skuggahverfi. Ef gengið er um bæinn í dag, ber enn fyrir augu mikið til óbreyttar myndir frá þessu mikla byggingartímabili. Frá Skálholtsstíg séð er Miðstræti með hinum stóru portbyggðu tveggja hæða húsum gott sýnishorn þess stór- hugar, sem stýrði verki dugnaðarmanna ára- tugsins, Einars Pálssonar trésmiðameistara o. fl., sem enn voru ekki komnir upp á lag með að nota semcnt til húsagerðar. Stein- öldin var á næstu grösum. Fyrsta stórhýsi hennar, hús Helga Magnússonar í BankastræF, var komið, en steyjjutæknin var of seinvirk enn sem komið var, það varð að byggja yfir fólkið, þess vegna spruttu timburhúsin upp svo að segja á einni nóttu, grind, klæðning og bárujárn. Bárujárnshúsin settu meir og meir svip á bæinn, væru þau skemmtilega máluð gáfu þau götunum vingjarnlegan svip og til- breytilegan, sem sjá má, þegar- gengið er upp Stýrimannastiginn. Viða risu bárujárnshúsin upp á óbyggðum lóðum i námunda við eða á útmældum blettum til tómthúsmanna og blönduðu þannig blóði við steinbæjabygging- una frá síðustu áratugum fyrri aldar. Þetta jók ekki lítið á tilhreytnina í ásýnd bæjarins, en gat haft hálf ömurlegan svip i sudda og rigningarveðri, eins og illa tennt hraunbrún. Annars voru — og eru, þeir fáir, sem eftir eru — gömlu steinbæirnir vinalegar bygging- ar og byggingarsögulega merkilegir fyrir það, að þeir eru beinir arftakar torfbæjanna og í vissu tilliti þáttur í íslenzkri byggingarlist, því að það eru reykvískir steinsmiðir, sem lærðu fyrstir að höggva og setja grjót í hleðslu þegar tugthúsið við Skólavörðustíg og Alþingis- liúsið var byggt, Fyrsti steinbærinn (úr ó- höggnu grjóti), hús Þorbjargar Sveinsdóttur ljósmóður, stendur enn við Skólavörðustig og er nú rétt rúmlega 100 ára, en obbinn af steinbæjunum var byggður um 1890. Tómt- húsið gamla eða torfbærinn var einbursta bygging oftast og ávallt með viðbyggðu hlóðar- eldhúsi. Steinbærinn var einbursta en eld- húsinu sleppt sem sjálfstæðri byggingu, elda- vélin kom til sögunnar 1861. Vaxtarlögin í byggingu bæjarins eru sýnileg athugulum vegfaranda. Það þarf ekki annað en að ganga inn Hverfisgötu til þess að sjá nær öll tilbrigðin allt frá steinbæjunum við Klapparstig og neðst við Frakkastig, Byggðar- enda, til stórhýsa úr járnbentri steinsteypu. Mest ber á bárujárnshúsunum frá þessu vaxtar- tímabili, sem hér um ræðir, og skaga mörg þeirra út fyrir eðlilega gangstéttarbreidd út í götuna annars vegar til angurs bæjaryfir- völdunum og trafala eðlilegri nútímaumferð. Gamla götubreiddin má vel minna á kerru- tímabilið, Reykjavík 1910 þekkti ekki aðra bíla en Thomsensbilinn, sem strákar urðu að raða sér á og ýta upp Bankastræti ef fara átti inn Laugaveg. Reykjavík óx á langveginn þá sem nú. Byggðin var komin fram úr Ráðleysu og jafn- vel Byggðarendi stöðvaði ekki vöxtinn. Lengd bæjarins frá vestri til austurs hafði vaxið mönnum í augum fyrr. Þess vegna sagði sveitarmaðurinn, að ekki væri kyn þótt sitt- livað færi aflaga í Reykjavík, þar sem hún „byrjaði í Bráðræði en endaði i Ráðleysu“, en svo var innsta hús við Vegamótastíg (Lauga- veg) ,nokkuð frá öðrum húsum, nefnt i dag- legu tali. Byggðin náði samfelltt inn á Baróns- stíg en þar fyrir innan slitrótt bygging við Laugaveg og stök liús eins og' Hanshús, þar sem Hans póstur bjó, austan Skólavörðuholts. Vestan miðbæjar slitu tún byggðina svo að segja í sundur. Þar sem Geirstún gekk lengst til norðurs hékk vesturbærinn á bláþræði, Vesturgötunni einni, við miðbæinn, að slepptri Túngötu eða öllu heldur Landakotsstíg, sem varla gat heitið kerrufær. A túnunum, frá Hólavelli suður á Mela og vestur undir Bræðra- borgarstíg var lítil byggð komin. Þar munaði mest um Stýrimannastiginn, sem er fyrsta innrás byggðarinnar á túnin. Á þeim sjálfum voru fyrst byggð húsin Ás og Hof einmitt á þessu tímabili, nú við Sólvallargötu, en í suðurjaðri þeirra voru steinbæirnir Akur- gerði og Einholt. Sunnar enn var Sauðagerði og vestar Bráðræðisholt, tengt vesturbyggð- inni með slitróttri byggingu með Framnes- veginum. Þetta var sú Reykjavík, sem leit á sjálfa sig í speglinuin 1910 og fann til þess að hún væri að verða stór. Og okkur, sem þá voru að slíta barnsskónum fannst hún stór. Það var löng leið úr Vesturbænum niður í Miðbæ og Austurbærinn var nærri því framandi og stundum fjandsamlegur heimur, þegar sló í brýnu milli strákanna i bæjarhlutunum. Fyrstu viðkynningu við Austurbæinn og sökum þess, að þar bjó líka gott og skikkanlegt fólk (með vissum undantekningum úr hópi jafnaldra) fengum við bræður sem fótsárir útburðarmenn Vísis á Njálsgötu, Grettisgötu og Hverfisgötu. Þar voru margar góðar konur, sem áttu það til að stinga upp í mann kandísmola, ef blaðið kom fljótt. — Siðan hafa allar vega- lengdir stytzt til muna. Séð úr turninum í Hamarshúsinu snemma árs 1908. 116 VÍSIR 50 ÁRA Afmælisblað VÍSIS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.