Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Side 4
50 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
hestverð til jafnaðar. Eins og að líkindum lætur, vildu jafn-
vel hinir harðsnúnustu andstæðingar samvinnunnar held-
ur skifta við Sís, þegar gróðinn var svo auðsær og lagður
í lófann um leið. Gekk þannig alt sumarið, að Sambandið
hafði langmesta hestasölu til útlanda, af því bændur sáu,
að skiftin voru þar hagfeldust. Sá gróði, beinn og óbeinn,
sem Sambandið hefir fært bændum heim í hlað, með
hrossasölunni í ár, skiftir mörgum tugum þúsunda.
Vegna kjöttollsins í Noregi, og hins þrönga
Sauðasala. markaðar fyrir saltkjötið, hefir Samband-
ið leitast við að létta sem mest á saltkjöts-
markaðinum. f því tilefni var enn reyndur útflutningur lif-
andi fjár, til Belgíu. Villemoes flutti þangað heilan farm
í haust. Ferðin gekk vel. Nálega ekkert misfórst á leið-
inni. Verðið varð svipað og orðið hefði með heimaslátrun,
ef norski markaðurinn tæki við öllu. Miklir erfiðleikar eru
við útflutning lifandi fjár. Lítið er til af fullorðnum sauð-
um í landinu, og markaðurinn í Belgíu sýnist vera mjög
takmarkaður. Aðalþýðing útflutningsins er að létta á
norska markaðinum.
pá sendi Sambandið tvisvar töluvert af
Kæliflutningur. kældu kjöti frá Reyðarfirði til Englands
með Gullfossi. Tókst einkarvel með fyrri
sendinguna. Kælingin tókst vel, og kjötið þótti gott, er út
kom. f seinna skiftið gekk miður. Féð varð að bíða eftir
slátrun og skipsferð. Tíðin var vond. Féð lagði af og kjöt-
ið þótti ekki nærri eins gott í seinna skiftið. þar að auki
barst venju fremur mikið á markaðinn í það skifti, vegna
sýki í fé í Skotlandi. Hefir alt slíkt mikil áhrif. J>eir, sem
mest hafa hugsað um kæliflutninginn, búast við, að alt af
yrði að frysta nokkuð af kjötinu, og senda það svo til
Englands. Bæði yrði ekki skipskostur til að koma öllu kjöt-
inu í sláturtíðinni, og svo geti orðið óþægilegt að fá alt
kjötið frá íslandi á markaðinn í einu, ofan á hina venju-
legu framleiðslu, sem send er til stórborganna ensku. Alt
öðru máli væri að gegna, ef íslendingar gætu sent kjöt
til Englands allan ársins hring, eins og dönsku samvinnu-