Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 121
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 167
ekki fjölsóttir, en það bætti úr, að í þeim hópi voru nokkrir
af frægustu fræðimönnum, sem þá voru unni. m. a. hinn
frægi þýski vísindamaður, Alexander Humboldt. En er
Comte hafði lokið þriðja fyrirlestrinum, bilaði heilsan ger-
samlega. Hann hafði ofreynt sig andlega og líkamlega, en
fátækt og vonbrigði um heimilislífið bættust ofan á.
Comte var nú í meir en missiri á sjúkrahúsi hjá nafn-
toguðum geðveikralækni, en batnaði ekki. Foreldrar hans
vildu þá, af trúarlegum ástæðum, loka hann inni í klaustri
það sem eftir var æfinnar. þá greip frú Comte til sinna
ráða, og notaði rétt sinn til að taka manninn sinn heim og
hjúkra honum sjálf. En það varð hún að gera tengdafor-
eldrunum til geðs, að giftast Comte í annað sinn, og þá
kirkjulegri vígslu. En brúðguminn var þá raunar brjálaður
maður. Samt létti þessi undanlátssemi skap foreldranna.
þau töldu sig hafa framið dauðasynd, er þau höfðu í augna-
bliks fljótræði leyft syni sínum að vanrækja eitt af sakra-
mentum kaþólsku kirkjunnar, með því að ganga í borgara-
legt hjónaband.
Eftir nokkurra mánaða veikindi heima náði Comte
aftur til fulls heilsu sinni og starfsafli, og má telja víst, að
þrátt fyrir alt hafi hann fyrst og fremst átt konu sinni
batann að þakka. Hann byrjaði nú aftur að vinna að sínu
mikla heimspekisverki, raunspekinni, Cours de philo-
sophie positive. Fyrsta bindið af þessu mikla ritverki kom
út í júlí 1830. Hið sjötta og síðasta 1842. Comte hafði þann-
íg til jafnaðar verið tvö ár að fullgera og gefa út hvert
bindi. þessi 12 ár voru á allan hátt gæfusamasti hlutinn
af æfi Comtes. Hann var heill og hraustur: Heimilislífið
var óaðfinnanlegt út á við. Efnahagurinn var viðunandi,
þótt ekki gæti hann talist góður. Og seinast en ekki síst
lánaðist Comte á þessum árum að koma í skipulegt og var-
anlegt form heimspekiskerfi því, er hann hafði unnið að,
beint og óbeint, frá því hann var unglingur.
Á þessum árum vonaðist Comte eftir, að hann gæti
orðið háskólakennari í sögu vísindanna. Treysti hann í þeim
efnum nokkuð á hinn volduga Guizot, er síðar réð einna