Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 124
170
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
fræðingarnir, sem mestu ráði við skólann, láti bitna á hon-
um gremjuna fyrir að hafa skapað nýja vísindagrein, fé-
lagsfræðina, sem fyr en vari skipi öndvegið meðal allra
vísindagreina.
pessi sjálfæfisaga er beisk og sár stuna mikils manns,
sem alt af hefir verið fyrir borð borinn af samtíð sinni, af
því hann var langt á undan og hafði hærri sjónarmið.
Comte hafði safnað þekkingu og ritað sitt mikla verk í
andstöðu og óþökk þeirra aðila í þjóðfélaginu, sem eiga að
greiða fyrir mentun ungra manna og vísindalegum störfum.
Frú Comte vissi um þennan bersögla formála manns
hennar, og með kvenlegri skarpskygni skildi hún hættuna.
Hún þrábað mann sinn að birta ekki þessa ádeilu, en hann
gerði það samt. Eins og við mátti búast urðu kennaramir
við fjöllistaskólann sárreiðir Comte og sviftu hann til fulls
þeirri atvinnu, sem hann hafði haft þar. Sambúð hjónanna
versnaði um sama leyti. Frú Comte gat með sanni sagt,
að ef fylgt hefði verið hennar ráðum, myndu þau ekki
hafa mist tekjur sínar. En Comte sjálfum mun hafa þótt
hin innri nauðsyn, að segja sannleikann, svo rík, að eigi
yrði hjá komist. Leiddi misklíð þessi brátt til fullkomins
hjónaskilnaðar. Samt hélst vinátta nokkur með þeim hjón-
um. þau skiftust á bréfum og hún lét sér til dauðadags
mjög ant um gengi áhugamála hans.
Um þetta leyti var John Stuart Mill frægastur heim-
spekingur í Englandi. Comte og Mill voru að mörgu leyti
andlega skildir, og rit Comtes höfðu vakið meiri eftirtekt
í Englandi heldur en nokkru öðru landi. í raunum sínum
ritar Comte nú Mill vini sínum. En hann bregður vel við
og safnar hjá nokkrum efnuðum mentamönnum í Englandi
240 sterlingspundum til framfærslu Comtes. Gefendurnir,
að undanskildum Stuart Mill, litu á þetta eins og bráða-
birgðarhjálp, meðan Comte væri að leita sér að annari at-
vinnu. Liðu svo fáein missh’i, að Comte hafði tekjur til
lífsviðurværis frá enskum styrktarmönnum. En „leiðir
verða langþurfamenn", og svo fór hér. Comte gat tæplega
fengið nokkra atvinnu, eins og á stóð, í Frakklandi, nema