Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Blaðsíða 87
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 188
kaup sitt í kindafóðrum og öðrum landaurum. Fénaður
fleiri á hverju heimili og meir treyst á útigang, heyásetn-
ingur mun alment vera lakari, búskapurinn óvissari, og
meiri stund lögð á að hafa margt fé. pingeyingar og Ey-
firðingar flestir leggja aðaláhersluna á að hafa hver j a
skepnu semarðmesta. petta er að nokknx leyti
knúið fram af j arðasmæðinni. Litlu jarðirnar bera ekki
margt af dýru vinnufólki, og ekki fleiri fénað en það, að
alla alúð þarf að leggja við hinn litla bústofn og forða hon-
um frá öllum misfellum.
Strjálbýlið hefir líka marga ókosti efnalega, og eigi
síður menningarlega. Allir vegir verða tiltölulega dýrari í
strjálbýli, og girðingar um úthaga og engjar miklu örðug-
ari. Með þetta tvent stingur mjög í stúf norðanlands og
austan. Vegir eru hér langtúm verri og óvíðar akfærir.
Víða norðanlands verður varla farið þvers fótar á vegum,
án þess að opna hlið á engjagirðingum og úthaga, en um
alt Hérað man eg aðeins eftir, að eg þyrfti að opna eitt
hlið á slíkri girðingu.
Miklu minni hvöt og nauðsyn er til aukinnar ræktar
á stórri jörð en lítilli, enda fanst mér jarðrækt, bæði túna
og engja, mundi skemmra á veg komin, þótt örðugt sé um
slíkt að dæma á vetrarferð.
En mestu skiftir, að strjálbýlið hefir öll önnur menn-
ingaráhrif, félagslíf verður örðugra viðfangs í strjálbýli,
einstaklingshyggjan ríkari. Kjörorð tröllakonungsins, „að
vera sjálfum sér nógur“, á þar betur heima, og einmitt í
þeim sveitum Héraðs, þar sem bygðin er þéttust og sveita-
legust, þar sem sést á milli bæja, í Fljótsdal og á Völlum
neðanverðum, þar er samvinnustefnan ríkust og mestar
framfarir í búnaði.
Byggingar á Héraði era með mjög öðru sniði en
norðanlands, bæði fornar byggingar og nýjar. Timburöldin
í byggingum, sem fór um alt land, á hér tiltölulega litlar
menjar. Algengastir eru gamlir torfbæir — og nýleg stein-
hús. Bæirnir gömlu eru mjög með öðrum svip en víðast
annarsstaðar. Baðstofan oft fremst húsa og snýr torfvegg