Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 77

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.10.1923, Page 77
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 123 cg búnaðarhættir sömuleiðis. Á Norðuiiandi yfirgnæfir sauðfjár- og hrossaeignin, en víðast fáar kýr. Á Suður- landi eru kúabúin meiri, einkum í lágsveitunum, og ef til vill eru þar tiltölulega fleiri stórbú. Garðrækt er ekki mikil á Norðurlandi, þó er reynsla fengin allvíða fyrir því, að í mörgum árum gefst hún vel, t. d. í Vatnsdalnum, Eyjafirðinum og víðar, en ekki minn- umst við að hafa séð neinstaðar eins stóra kartöflu- og rófnagarða, eins og alment er á Suðurlandi. Grasræktin virðist aftur á móti fult eins trygg þar. Einkum hepnast grasfræsáning vel. Á Akureyri eru um 20 ára gamlar sáð- sléttur, sem halda sér mjög vel. Trjáræktin á Akureyri bendir í þá átt, að þar séu betri skilyrði fyrir skógrækt en hér syðra. Framkvæmdir í jarðabótum eru víða miklar, einkum í Húnavatnssýslu. pó munu gaddavírsgirðingar meiri sunn- an- en norðanlands. Að síðustu ein spurning til okkar sjálfra: „Höfum við haft gagn af þessu ferðalagi?“ pví svörum við hiklaust .látandi. Fyrst og fremst fórum við til að skemta okkur, kynnast fólkinu og lifnaðarháttum þess, sveitum landsins og óbygðum, til þess að skoða þá bletti, sem fegurstir eru að náttúru, og líka þá, sem mannshöndin hefir í'æktað og prýtt. Fátt veitir hreinni unað, en að ferðast um blómlegar bygðir í góðu veðri um hásumar, þai' sem má segja, að á hverjum klukkutíma mæti auganu ný mynd, hver annari fegurri. ísland er að líkindum ótæmandi að fjölbreytni. Engir tveir dalir eru eins, engin tvö fjöll heldur. Og þótt fólkið sé alt af sama stofninum, er eins og héruðin hafi sett sérstakt mót á það í hverju bygðarlagi. Okkur dylst það ekki, að svipaðar kynnisfarir og þegar eru byrjaðar, þurfa að haldast við. Enginn efi er á því, að margskonar íhaldssemi og heimskulegur héraðarígur hefir verið til hér á landi. Við efum ekki, að nánari kunn- ingsskapur og aukinn skilningur á hinum mjög breytilegu skilyrðum landsins geti orðið til þess, að menn læri betur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.